Auðvitað kýs ég Höllu Karl Sigfússon skrifar 22. júní 2016 11:25 Nú eru forsetakosningar að bresta á og sú ábyrgð er í höndum okkar Íslendinga að velja nýjan forseta á Bessastaði. Þetta eru fyrir margra hluta sakir afar merkilegar kosningar, en þó helst af þeirri ástæðu að hátt í helmingur þjóðarinnar þekkir ekki til annars raunveruleika en að vera með Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta – hann er því í huga margra orðinn samgróinn Bessastöðum eftir 20 ára setu í embætti forseta Íslands. Eftir svo langa samfellda setu í þessu æðsta embætti þjóðarinnar eru skilin milli einstaklingsins og embættisins orðin verulega óljós. Núverandi forseti hefur í 20 ár mótað embættið í samræmi við sína sannfæringu og gert embættið pólitískara en áður. Fyrir þá sem eldri eru og þekkja ólíkar áherslur fyrri forseta þá er þessi túlkun Ólafs á embættinu aðeins tímabundin og mun taka breytingum á ný með tilkomu nýs forseta. Fyrir þá sem yngri eru þá lúta hlutirnir öðrum lögmálum. Ég er sjálfur 39 ára gamall og var því rétt kominn með kosningarétt þegar Ólafur fór fyrst í framboð árið 1996. Ég man því vel eftir forvera Ólafs á Bessastöðum, henni Vigdísi okkar, sem eins og Ólafur mótaði embættið á sinn hátt. Ég hef því dálítinn samanburð á mismunandi áherslum, mótun og túlkun á forsetaembættinu hjá fleirum en núverandi forseta. Það er hins vegar ekki hægt að segja um 40% þeirra sem eru með kosningarétt í dag. Þessi stóri hópur hefur aldrei valið sér nýjan forseta áður – sem er alveg ótrúlega einkennilegt í lýðræðisríkinu Íslandi, svo vægt sé til orða tekið. Þessi langa viðvera Ólafs í forsetaembættinu hefur án efa haft þau áhrif á mörg okkar að við metum það svo að í embættinu geti aðeins setið miðaldra virðulegur karlmaður sem talar spekingslega. Þessi orð mín ber ekki að túlka sem neikvæðni í garð Ólafs Ragnars né miðaldra karlmanna – alls ekki – heldur sem áskorun um að sýna hugrekki og opna augun fyrir öðrum kostum í fari forsetaframbjóðenda en þeim sem falla best að þeirri ímynd sem Ólafur hefur skapað embættinu. Það hefur margt breyst í okkar samfélagi frá árinu 1996. Að mínu mati þarf nýr forseti Íslands því að hafa ríkulegt sjálfstraust, sannfæringu og reynslu til að geta mótað forsetaembættið til móts við þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað í samfélaginu síðustu áratugi. Ég vil kjósa forseta sem hefur jákvæða og réttláta framtíðarsýn sem talar fyrir samfélagi þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta menntun, frumkvæði og sköpun. Ég vil kjósa forseta sem mun starfa með skýr grunngildi að leiðarljósi og gera Ísland að enn betra samfélagi en það er í dag. Auðvitað kýs ég Höllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Nú eru forsetakosningar að bresta á og sú ábyrgð er í höndum okkar Íslendinga að velja nýjan forseta á Bessastaði. Þetta eru fyrir margra hluta sakir afar merkilegar kosningar, en þó helst af þeirri ástæðu að hátt í helmingur þjóðarinnar þekkir ekki til annars raunveruleika en að vera með Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta – hann er því í huga margra orðinn samgróinn Bessastöðum eftir 20 ára setu í embætti forseta Íslands. Eftir svo langa samfellda setu í þessu æðsta embætti þjóðarinnar eru skilin milli einstaklingsins og embættisins orðin verulega óljós. Núverandi forseti hefur í 20 ár mótað embættið í samræmi við sína sannfæringu og gert embættið pólitískara en áður. Fyrir þá sem eldri eru og þekkja ólíkar áherslur fyrri forseta þá er þessi túlkun Ólafs á embættinu aðeins tímabundin og mun taka breytingum á ný með tilkomu nýs forseta. Fyrir þá sem yngri eru þá lúta hlutirnir öðrum lögmálum. Ég er sjálfur 39 ára gamall og var því rétt kominn með kosningarétt þegar Ólafur fór fyrst í framboð árið 1996. Ég man því vel eftir forvera Ólafs á Bessastöðum, henni Vigdísi okkar, sem eins og Ólafur mótaði embættið á sinn hátt. Ég hef því dálítinn samanburð á mismunandi áherslum, mótun og túlkun á forsetaembættinu hjá fleirum en núverandi forseta. Það er hins vegar ekki hægt að segja um 40% þeirra sem eru með kosningarétt í dag. Þessi stóri hópur hefur aldrei valið sér nýjan forseta áður – sem er alveg ótrúlega einkennilegt í lýðræðisríkinu Íslandi, svo vægt sé til orða tekið. Þessi langa viðvera Ólafs í forsetaembættinu hefur án efa haft þau áhrif á mörg okkar að við metum það svo að í embættinu geti aðeins setið miðaldra virðulegur karlmaður sem talar spekingslega. Þessi orð mín ber ekki að túlka sem neikvæðni í garð Ólafs Ragnars né miðaldra karlmanna – alls ekki – heldur sem áskorun um að sýna hugrekki og opna augun fyrir öðrum kostum í fari forsetaframbjóðenda en þeim sem falla best að þeirri ímynd sem Ólafur hefur skapað embættinu. Það hefur margt breyst í okkar samfélagi frá árinu 1996. Að mínu mati þarf nýr forseti Íslands því að hafa ríkulegt sjálfstraust, sannfæringu og reynslu til að geta mótað forsetaembættið til móts við þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað í samfélaginu síðustu áratugi. Ég vil kjósa forseta sem hefur jákvæða og réttláta framtíðarsýn sem talar fyrir samfélagi þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta menntun, frumkvæði og sköpun. Ég vil kjósa forseta sem mun starfa með skýr grunngildi að leiðarljósi og gera Ísland að enn betra samfélagi en það er í dag. Auðvitað kýs ég Höllu.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun