Fótbolti

Ronaldo tryggði Portúgal jafntefli og sæti í sextán liða úrslitunum | Sjáðu markaveisluna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar marki í kvöld.
Cristiano Ronaldo fagnar marki í kvöld. Vísir/EPA
Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru komnir í sextán liða úrslit Evrópumótsins í fótbolta eftir 3-3 jafntefli við Ungverja í kvöld. Jafntefli dugði Ungverjum líka til að vinna F-riðilinn á markatölu.

Portúgal endar í þriðja sæti riðilsins en í efstu sætunum eru Ungverjaland og Ísland. Það stefndi í að Portúgal yrði í öðru sæti en sigurmark Íslands í lokin þýðir að Englendingar mæta íslenska liðinu en ekki Portúgal.

Leikurinn var ótrúleg skemmtun og þó að Portúgalar hafa verið mikið meira með boltann þá ógnuðu Ungverjar allan leikinn með skyndisóknum sínum. Leikurinn róaðist þó mikið eftir sjötta markið en það kom á 62. mínútu leiksins.

Ungverjar komust líka þrisvar sinnum yfir í leiknum en Portugalar jöfnuðu í öll þrjú skiptin. Cristiano Ronaldo skoraði sín fyrstu tvö mörk á mótinu og varð með því fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að skora á fjórum Evrópumótum.

Fyrra markið skoraði Cristiano Ronaldo með laglegri hælspyrnu eftir fyrirgjöf frá João Mário en það síðara gerði hann með skalla eftir fyrirgjöf frá Ricardo Quaresma en Quaresma var þá nýkominn inná sem varamaður.

Balazs Dzsudzsak, fyrirliði Ungverja skoraði tvö mörk í leiknum og bæði eftir að boltinn breytti mikið um stefnu af varnarmanni portúgalska liðsins.

Ungverjar mæta væntanlega Belgum í sextán liða úrslitunum en Portúgalar eru að fara í leik á móti Króatíu.

Ungverjar komast í 1-0 með marki Zoltan Gera Nani jafnar metin í 1-1 Dzsudzsák kemur Ungverjum yfir en Ronaldo er fljótur að jafna Dzsudzsák skorar aftur en aftur jafnar Ronaldo



Fleiri fréttir

Sjá meira


×