Lofum lónið stjórnarmaðurinn skrifar 22. júní 2016 11:00 Talsvert hefur verið fjallað um verðlagningu á heimsóknum í Bláa lónið í fjölmiðlum undanfarin ár. Yfirleitt hefur slík umfjöllun verið með neikvæðum formerkjum, og þá á þá leið að verðmiðinn sé slíkur að búið sé að gera venjulegum fjölskyldum ókleift að heimsækja lónið án þess að eyða formúu. Nú síðast í vikunni voru fregnir af því að Bláa lónið hefði hafið að innheimta mismunandi verð eftir því hvenær dags eða árs gestir sækja lónið heim. Í sömu frétt var vísað í frétt af afkomu Bláa lónsins undir fyrirsögninni „Bláa lónið hagnast um milljarða“. Kannski er það þetta hugarfar sem stendur ferðaþjónustu á Íslandi fyrir þrifum. Íslendingar eiga engan guðsgefinn rétt til að heimsækja Bláa lónið. Það er í einkaeigu og eigendurnir eiga þann óskoraða rétt að haga rekstrinum eins og þeim þóknast. Að sama skapi hljóta náttúruverndarsjónarmið og sjónarmið um að ferðamannvirki og náttúruperlur skuli standa undir sér að réttlæta hóflega gjaldtöku til ferðamanna, innlendra sem erlendra. Þar víkja einfaldlega meiri hagsmunir fyrir minni. Það verður að skapa tekjur svo hægt sé að standa undir viðhaldi, sporna við ofnýtingu og tryggja öryggi. Þar verða sjónarmið um óheftan og gjaldfrjálsan aðgang Íslendinga að náttúruperlum að víkja. Bláa lónið er raunar ágætt dæmi um hvernig á að byggja upp fyrirtæki í ferðaþjónustu. Margir muna eftir tíð þegar varla var nema einn útiskúr og sturta á svæðinu. Nú er öldin önnur og aðstaðan öll eins og best verður á kosið. Fyrirtæki í einkaeigu hefur tekist að verða einn þekktasti áfangastaður fyrir ferðamenn á landinu. Bláa lónið velti á síðasta ári tæpum átta milljörðum króna, og EBIDTA hagnaður félagsins nam rúmum þremur milljörðum. Starfsmenn eru um fimm hundruð. Óvíða í heiminum þætti tiltökumál að greiða átta þúsund krónur fyrir sundsprett í laug eins og Bláa lóninu. Sambærilegt gjald er til dæmis innheimt til að heimsækja náttúrulaugar í breska bænum Bath (nafngiftin skýrir sig sjálf). Þar, líkt og á Suðurnesjunum, er verðið engin fyrirstaða og böðin frægu standa öðrum þræði undir hagkerfinu á staðnum. Óskandi væri ef ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi tæki Bláa lónið sér til fyrirmyndar. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Talsvert hefur verið fjallað um verðlagningu á heimsóknum í Bláa lónið í fjölmiðlum undanfarin ár. Yfirleitt hefur slík umfjöllun verið með neikvæðum formerkjum, og þá á þá leið að verðmiðinn sé slíkur að búið sé að gera venjulegum fjölskyldum ókleift að heimsækja lónið án þess að eyða formúu. Nú síðast í vikunni voru fregnir af því að Bláa lónið hefði hafið að innheimta mismunandi verð eftir því hvenær dags eða árs gestir sækja lónið heim. Í sömu frétt var vísað í frétt af afkomu Bláa lónsins undir fyrirsögninni „Bláa lónið hagnast um milljarða“. Kannski er það þetta hugarfar sem stendur ferðaþjónustu á Íslandi fyrir þrifum. Íslendingar eiga engan guðsgefinn rétt til að heimsækja Bláa lónið. Það er í einkaeigu og eigendurnir eiga þann óskoraða rétt að haga rekstrinum eins og þeim þóknast. Að sama skapi hljóta náttúruverndarsjónarmið og sjónarmið um að ferðamannvirki og náttúruperlur skuli standa undir sér að réttlæta hóflega gjaldtöku til ferðamanna, innlendra sem erlendra. Þar víkja einfaldlega meiri hagsmunir fyrir minni. Það verður að skapa tekjur svo hægt sé að standa undir viðhaldi, sporna við ofnýtingu og tryggja öryggi. Þar verða sjónarmið um óheftan og gjaldfrjálsan aðgang Íslendinga að náttúruperlum að víkja. Bláa lónið er raunar ágætt dæmi um hvernig á að byggja upp fyrirtæki í ferðaþjónustu. Margir muna eftir tíð þegar varla var nema einn útiskúr og sturta á svæðinu. Nú er öldin önnur og aðstaðan öll eins og best verður á kosið. Fyrirtæki í einkaeigu hefur tekist að verða einn þekktasti áfangastaður fyrir ferðamenn á landinu. Bláa lónið velti á síðasta ári tæpum átta milljörðum króna, og EBIDTA hagnaður félagsins nam rúmum þremur milljörðum. Starfsmenn eru um fimm hundruð. Óvíða í heiminum þætti tiltökumál að greiða átta þúsund krónur fyrir sundsprett í laug eins og Bláa lóninu. Sambærilegt gjald er til dæmis innheimt til að heimsækja náttúrulaugar í breska bænum Bath (nafngiftin skýrir sig sjálf). Þar, líkt og á Suðurnesjunum, er verðið engin fyrirstaða og böðin frægu standa öðrum þræði undir hagkerfinu á staðnum. Óskandi væri ef ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi tæki Bláa lónið sér til fyrirmyndar.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira