Arnór Þór: Ég var smeykur um Aron Einar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2016 12:30 Arnór Þór með systrum sínum í Annecy í Frakklandi, Ásu Maren og Huldu Maríu. Vísir/Vilhelm Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handbolta og bróðir landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, er mættur til Frakklands til að fylgja bróður sínum og íslenska karlalandsliðinu í fótbolta eftir á EM í Frakklandi. Hann missti af fyrsta leiknum í Frakklandi þar sem að handboltalandsliðið var að spila við Portúgal í undankeppni HM 2017 á sama tíma. En hann sá leikinn gegn Ungverjalandi og verður á Stade de France í París í dag. „Ég er auðvitað afar ánægður fyrir hans hönd og er stoltur af honum. Hann hefur gefið allt sem hann á í þetta,“ sagði Arnór Þór við Vísi í Annecy á dögunum. Sjá einnig: Frændur Arons Einars: Hann lætur mann óspart heyra það Hann segist vel gera sér grein fyrir því hvernig Aroni Einari líður, sérstaklega á leikdegi. Þá geti stundum verið erfitt að láta tímann líða. „Það kemur upp mikill spenningur og fiðringur þegar maður vaknar á leikdegi. Hann og allir í liðinu vilja gera sitt besta, fyrir fjölskyldur sína, stuðningsmenn og alla á Íslandi. Þá fara taugarnar stundum af stað,“ sagði hann. „En svo byrjar leikurinn. Þá er allt þetta farið og maður einbeitir sér algjörlega að leiknum.“Bræðurnir Aron Einar og Arnór Þór.VísirVill alltaf spila Aron Einar hefur verið tæpur vegna nárameiðsla á mótinu og það stóð tæpt að hann myndi ná fyrsta leik Íslands, gegn Portúgal í síðustu viku. „Jú, ég var smeykur. Hann sendi fjölskyldunni skilaboð um að hann væri illt í náranum en ætlaði að reyna að ná leiknum. En hann harkar þetta af sér. Hann hefur gert það hingað til,“ segir Arnór Þór. „Ég hef ekki áhyggjur af því að hann sé að þjösna sér út. Hann myndi örugglega líka gera þetta með sínu félagsliði enda vill hann alltaf spila. Hann vildi alltaf spila þegar hann var yngri og var í bæði handbolta og fótbolta, sama þótt að honum hafi verið illt.“ Sjá einnig: Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari Arnór Þór hefur ekki áhyggjur ef að Aron Einar myndi ekki getað spilað vegna meiðsla, til dæmis gegn Austurríki í dag. „Við eigum fullt af góðum leikmönnum sem hafa verið fyrir utan lið. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því. Ef einhver getur ekki spilað þá koma frábærir leikmenn inn í staðinn.“Szilagyi í leik með austurríska landsliðinu.vísir/gettyHungaria, Hungaria Viktor Szilagyi, samherji Arnórs Þórs hjá Bergischer í Þýskalandi, er besti handboltamaður sem Austurríki hefur átt en hann er reyndar fæddur í Ungverjalandi. Þeir voru í góðu sambandi eftir leikinn í Marseille. „Hann sendi mér skilaboð. Hungaria, Hungaria. Ég var svo svekktur að ég gat ekki svarað honum strax. En við ræddum svo betur saman daginn eftir leik og fórum yfir þetta,“ segir hann brosandi.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30 Frændur Arons Einars: Hann lætur mann óspart heyra það Aron Einar Gunnarsson er með sterkt bakland á EM í Frakklandi en fjölskyldan fylgir honum eftir þar. 21. júní 2016 11:30 Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira
Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handbolta og bróðir landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, er mættur til Frakklands til að fylgja bróður sínum og íslenska karlalandsliðinu í fótbolta eftir á EM í Frakklandi. Hann missti af fyrsta leiknum í Frakklandi þar sem að handboltalandsliðið var að spila við Portúgal í undankeppni HM 2017 á sama tíma. En hann sá leikinn gegn Ungverjalandi og verður á Stade de France í París í dag. „Ég er auðvitað afar ánægður fyrir hans hönd og er stoltur af honum. Hann hefur gefið allt sem hann á í þetta,“ sagði Arnór Þór við Vísi í Annecy á dögunum. Sjá einnig: Frændur Arons Einars: Hann lætur mann óspart heyra það Hann segist vel gera sér grein fyrir því hvernig Aroni Einari líður, sérstaklega á leikdegi. Þá geti stundum verið erfitt að láta tímann líða. „Það kemur upp mikill spenningur og fiðringur þegar maður vaknar á leikdegi. Hann og allir í liðinu vilja gera sitt besta, fyrir fjölskyldur sína, stuðningsmenn og alla á Íslandi. Þá fara taugarnar stundum af stað,“ sagði hann. „En svo byrjar leikurinn. Þá er allt þetta farið og maður einbeitir sér algjörlega að leiknum.“Bræðurnir Aron Einar og Arnór Þór.VísirVill alltaf spila Aron Einar hefur verið tæpur vegna nárameiðsla á mótinu og það stóð tæpt að hann myndi ná fyrsta leik Íslands, gegn Portúgal í síðustu viku. „Jú, ég var smeykur. Hann sendi fjölskyldunni skilaboð um að hann væri illt í náranum en ætlaði að reyna að ná leiknum. En hann harkar þetta af sér. Hann hefur gert það hingað til,“ segir Arnór Þór. „Ég hef ekki áhyggjur af því að hann sé að þjösna sér út. Hann myndi örugglega líka gera þetta með sínu félagsliði enda vill hann alltaf spila. Hann vildi alltaf spila þegar hann var yngri og var í bæði handbolta og fótbolta, sama þótt að honum hafi verið illt.“ Sjá einnig: Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari Arnór Þór hefur ekki áhyggjur ef að Aron Einar myndi ekki getað spilað vegna meiðsla, til dæmis gegn Austurríki í dag. „Við eigum fullt af góðum leikmönnum sem hafa verið fyrir utan lið. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því. Ef einhver getur ekki spilað þá koma frábærir leikmenn inn í staðinn.“Szilagyi í leik með austurríska landsliðinu.vísir/gettyHungaria, Hungaria Viktor Szilagyi, samherji Arnórs Þórs hjá Bergischer í Þýskalandi, er besti handboltamaður sem Austurríki hefur átt en hann er reyndar fæddur í Ungverjalandi. Þeir voru í góðu sambandi eftir leikinn í Marseille. „Hann sendi mér skilaboð. Hungaria, Hungaria. Ég var svo svekktur að ég gat ekki svarað honum strax. En við ræddum svo betur saman daginn eftir leik og fórum yfir þetta,“ segir hann brosandi.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30 Frændur Arons Einars: Hann lætur mann óspart heyra það Aron Einar Gunnarsson er með sterkt bakland á EM í Frakklandi en fjölskyldan fylgir honum eftir þar. 21. júní 2016 11:30 Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira
Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30
Frændur Arons Einars: Hann lætur mann óspart heyra það Aron Einar Gunnarsson er með sterkt bakland á EM í Frakklandi en fjölskyldan fylgir honum eftir þar. 21. júní 2016 11:30
Æfir alla daga í Frakklandi og reiknar með því að sá stutti verði dansari „Ég tók allar græjur með mér og er við öllu búinn. Ég æfi sama hvar ég er,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir. 20. júní 2016 21:00