Þannig forseti vil ég vera Guðni Th. Jóhannesson skrifar 22. júní 2016 07:00 Að undanförnu hefur mér gefist tækifæri til að kynna þær hugmyndir og áherslur sem ég hef lagt til grundvallar við framboð mitt til embættis forseta Íslands. Ég hef hitt þúsundir Íslendinga, bæði á förnum vegi og á skipulögðum kosningafundum, og fjölmargir hafa haft samband við mig að fyrra bragði. Öllu þessu fólki þakka ég af auðmýkt. Meðal þess sem ég hef lært er að stærstur hluti þjóðarinnar telur að forsetaembættið sé mikilvægt og vill að forseti sé málsvari allrar þjóðarinnar, hafi þekkingu og skaphöfn til að stuðla að sátt og sé tilbúinn til að tala við þjóðina og að hlusta á hana. Umfram allt þarf forseti ætíð að skilja að embættið sjálft er stærra og mikilvægara en hver sá einstaklingur sem því gegnir hverju sinni. Verði ég kjörinn forseti Íslands á laugardag mun ég nálgast embættið af þeirri virðingu og auðmýkt sem það á skilið. Í því getur falist margt. Forseti getur þurft að standa bjargfast á eigin sannfæringu en einnig að vera tilbúinn til þess að miðla málum. Hann þarf að vera staðfastur talsmaður þjóðarhagsmuna þegar þörf er á en koma einnig virðulega fram fyrir hönd þjóðarinnar. Hann þarf að vera uppörvandi og bjartsýnn þegar á móti blæs en kunna að gleðjast og sýna þakklæti þegar vel gengur. Forseta Íslands ber að standa vörð um góðar íslenskar hefðir, tungu og menningu en fagna líka nýjum straumum og taka þá upp á arma sína. Forseti þarf að skynja og skilja þarfir og væntingar ólíkra þjóðfélagshópa og vera jafnvígur á samskipti við alla Íslendinga, hvar sem þeir eru staddir á ævivegi sínum og hverjar sem aðstæður þeirra kunna að vera. Í anda þeirra hugmynda sem ríktu þegar lýðveldið Ísland var stofnað 1944 á forseti að vera sameiningartákn þjóðarinnar, enda eini embættismaðurinn sem kjörinn er í beinum kosningum. Fyrri forsetar hafa mótað embættið eftir sínu höfði en innan þess ramma sem lög og hefðir skapa. Næsti forseti á að fylgja þessu fordæmi forvera sinna, læra bæði af því sem vel var gert og því sem miður fór. Fyrst og fremst á forseti að vera öllum óháður, hlýða eigin samvisku og þjóna öllum jafnt í landinu. Þannig forseti vil ég vera.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur mér gefist tækifæri til að kynna þær hugmyndir og áherslur sem ég hef lagt til grundvallar við framboð mitt til embættis forseta Íslands. Ég hef hitt þúsundir Íslendinga, bæði á förnum vegi og á skipulögðum kosningafundum, og fjölmargir hafa haft samband við mig að fyrra bragði. Öllu þessu fólki þakka ég af auðmýkt. Meðal þess sem ég hef lært er að stærstur hluti þjóðarinnar telur að forsetaembættið sé mikilvægt og vill að forseti sé málsvari allrar þjóðarinnar, hafi þekkingu og skaphöfn til að stuðla að sátt og sé tilbúinn til að tala við þjóðina og að hlusta á hana. Umfram allt þarf forseti ætíð að skilja að embættið sjálft er stærra og mikilvægara en hver sá einstaklingur sem því gegnir hverju sinni. Verði ég kjörinn forseti Íslands á laugardag mun ég nálgast embættið af þeirri virðingu og auðmýkt sem það á skilið. Í því getur falist margt. Forseti getur þurft að standa bjargfast á eigin sannfæringu en einnig að vera tilbúinn til þess að miðla málum. Hann þarf að vera staðfastur talsmaður þjóðarhagsmuna þegar þörf er á en koma einnig virðulega fram fyrir hönd þjóðarinnar. Hann þarf að vera uppörvandi og bjartsýnn þegar á móti blæs en kunna að gleðjast og sýna þakklæti þegar vel gengur. Forseta Íslands ber að standa vörð um góðar íslenskar hefðir, tungu og menningu en fagna líka nýjum straumum og taka þá upp á arma sína. Forseti þarf að skynja og skilja þarfir og væntingar ólíkra þjóðfélagshópa og vera jafnvígur á samskipti við alla Íslendinga, hvar sem þeir eru staddir á ævivegi sínum og hverjar sem aðstæður þeirra kunna að vera. Í anda þeirra hugmynda sem ríktu þegar lýðveldið Ísland var stofnað 1944 á forseti að vera sameiningartákn þjóðarinnar, enda eini embættismaðurinn sem kjörinn er í beinum kosningum. Fyrri forsetar hafa mótað embættið eftir sínu höfði en innan þess ramma sem lög og hefðir skapa. Næsti forseti á að fylgja þessu fordæmi forvera sinna, læra bæði af því sem vel var gert og því sem miður fór. Fyrst og fremst á forseti að vera öllum óháður, hlýða eigin samvisku og þjóna öllum jafnt í landinu. Þannig forseti vil ég vera.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun