Þannig forseti vil ég vera Guðni Th. Jóhannesson skrifar 22. júní 2016 07:00 Að undanförnu hefur mér gefist tækifæri til að kynna þær hugmyndir og áherslur sem ég hef lagt til grundvallar við framboð mitt til embættis forseta Íslands. Ég hef hitt þúsundir Íslendinga, bæði á förnum vegi og á skipulögðum kosningafundum, og fjölmargir hafa haft samband við mig að fyrra bragði. Öllu þessu fólki þakka ég af auðmýkt. Meðal þess sem ég hef lært er að stærstur hluti þjóðarinnar telur að forsetaembættið sé mikilvægt og vill að forseti sé málsvari allrar þjóðarinnar, hafi þekkingu og skaphöfn til að stuðla að sátt og sé tilbúinn til að tala við þjóðina og að hlusta á hana. Umfram allt þarf forseti ætíð að skilja að embættið sjálft er stærra og mikilvægara en hver sá einstaklingur sem því gegnir hverju sinni. Verði ég kjörinn forseti Íslands á laugardag mun ég nálgast embættið af þeirri virðingu og auðmýkt sem það á skilið. Í því getur falist margt. Forseti getur þurft að standa bjargfast á eigin sannfæringu en einnig að vera tilbúinn til þess að miðla málum. Hann þarf að vera staðfastur talsmaður þjóðarhagsmuna þegar þörf er á en koma einnig virðulega fram fyrir hönd þjóðarinnar. Hann þarf að vera uppörvandi og bjartsýnn þegar á móti blæs en kunna að gleðjast og sýna þakklæti þegar vel gengur. Forseta Íslands ber að standa vörð um góðar íslenskar hefðir, tungu og menningu en fagna líka nýjum straumum og taka þá upp á arma sína. Forseti þarf að skynja og skilja þarfir og væntingar ólíkra þjóðfélagshópa og vera jafnvígur á samskipti við alla Íslendinga, hvar sem þeir eru staddir á ævivegi sínum og hverjar sem aðstæður þeirra kunna að vera. Í anda þeirra hugmynda sem ríktu þegar lýðveldið Ísland var stofnað 1944 á forseti að vera sameiningartákn þjóðarinnar, enda eini embættismaðurinn sem kjörinn er í beinum kosningum. Fyrri forsetar hafa mótað embættið eftir sínu höfði en innan þess ramma sem lög og hefðir skapa. Næsti forseti á að fylgja þessu fordæmi forvera sinna, læra bæði af því sem vel var gert og því sem miður fór. Fyrst og fremst á forseti að vera öllum óháður, hlýða eigin samvisku og þjóna öllum jafnt í landinu. Þannig forseti vil ég vera.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur mér gefist tækifæri til að kynna þær hugmyndir og áherslur sem ég hef lagt til grundvallar við framboð mitt til embættis forseta Íslands. Ég hef hitt þúsundir Íslendinga, bæði á förnum vegi og á skipulögðum kosningafundum, og fjölmargir hafa haft samband við mig að fyrra bragði. Öllu þessu fólki þakka ég af auðmýkt. Meðal þess sem ég hef lært er að stærstur hluti þjóðarinnar telur að forsetaembættið sé mikilvægt og vill að forseti sé málsvari allrar þjóðarinnar, hafi þekkingu og skaphöfn til að stuðla að sátt og sé tilbúinn til að tala við þjóðina og að hlusta á hana. Umfram allt þarf forseti ætíð að skilja að embættið sjálft er stærra og mikilvægara en hver sá einstaklingur sem því gegnir hverju sinni. Verði ég kjörinn forseti Íslands á laugardag mun ég nálgast embættið af þeirri virðingu og auðmýkt sem það á skilið. Í því getur falist margt. Forseti getur þurft að standa bjargfast á eigin sannfæringu en einnig að vera tilbúinn til þess að miðla málum. Hann þarf að vera staðfastur talsmaður þjóðarhagsmuna þegar þörf er á en koma einnig virðulega fram fyrir hönd þjóðarinnar. Hann þarf að vera uppörvandi og bjartsýnn þegar á móti blæs en kunna að gleðjast og sýna þakklæti þegar vel gengur. Forseta Íslands ber að standa vörð um góðar íslenskar hefðir, tungu og menningu en fagna líka nýjum straumum og taka þá upp á arma sína. Forseti þarf að skynja og skilja þarfir og væntingar ólíkra þjóðfélagshópa og vera jafnvígur á samskipti við alla Íslendinga, hvar sem þeir eru staddir á ævivegi sínum og hverjar sem aðstæður þeirra kunna að vera. Í anda þeirra hugmynda sem ríktu þegar lýðveldið Ísland var stofnað 1944 á forseti að vera sameiningartákn þjóðarinnar, enda eini embættismaðurinn sem kjörinn er í beinum kosningum. Fyrri forsetar hafa mótað embættið eftir sínu höfði en innan þess ramma sem lög og hefðir skapa. Næsti forseti á að fylgja þessu fordæmi forvera sinna, læra bæði af því sem vel var gert og því sem miður fór. Fyrst og fremst á forseti að vera öllum óháður, hlýða eigin samvisku og þjóna öllum jafnt í landinu. Þannig forseti vil ég vera.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar