Er reynsla og menntun minna virði ef ég er kona? Sigurborg Arnarsdóttir skrifar 21. júní 2016 11:42 Ég hef stundum velt því fyrir mér hversu fljót við erum að mynda okkur skoðun á einstaklingum út frá staðalímyndum og oft án þess að velta því í raun fyrir okkur fyrir hvað fólk stendur. Hversu oft höfum við til að mynda ekki heyrt þessi orð sögð um unga og vel menntaða menn „Þetta er flottur strákur, kraftmikill og hugmyndaríkur. Við þurfum að passa upp á að halda í hann og sjá til þess að hann fái tækifæri við hæfi“. Ef þessi flotti og kraftmikli strákur væri stelpa, værum við líklegri til að heyra „þetta er hörku stelpa, klár og hefur allt, það verður spennandi að fylgjast með henni“. Já og hver er munurinn? Jú stelpan þarf að sanna sig áður en hún fær tækifæri meðan það er passað upp á að strákurinn fái tækifæri við hæfi til þess að geta sannað sig. Auðvitað er þetta alhæfing og sem betur fer ekki alltaf svona, en því miður verðum við ennþá vör við þetta viðhorf, þrátt fyrir að við séum fremst þjóða hvað varðar janfrétti. Þessar vangaveltur geta verið mjög áhugaverðar og gaman að vinna að hugarfarsbreytingu sem er yfirleitt velkomin því að sem betur fer erum við flest búin að átta okkur á því að fyrirtækin okkar og samfélagið í heild verður miklu betra þar sem allir fá jöfn tækifæri og allar raddir fá að heyrast. Þess vegna veldur það mér áhyggjum að í aðdraganda forsetakostninganna heyrðist mikið um það rætt af álitsgjöfum að það væri mikilvægt að fá sterkann mann, reynslumikinn mann, yfirburðar mann í embættið og dæmi tekin af sterkum karlkynsleiðtogum. Og svo var þessi umræða gæðavottuð af fráfarandi forseta þar sem að hann staðfesti að það væru komnir fram tveir kalmenn sem gætu tekið við embættinu og því gæti hann blessunarlega dregið sig í hlé. Ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna þessir tveir aðilar séu taldir hafa bestu reynsluna. Af þeim sem eru í framboði tel ég að nokkrir skari þar framúr, þar á meðal þessir tveir. En þegar maður ber samam reynslu frambjóðenda eins og þeim er lýst á opinberum síðum framboðanna, þá finnst mér það blasa við að Halla Tómasdóttir hefur viðtækustu reynsluna af öllum þeim sem eru í framboði til forseta Íslands. Hún hefur fjölbreytta reynslu bæði á Íslandi og erlendis. Hún hefur byggt upp háskóla, sinnt kennslu, verið starfsmannastjóri og stjórnandi í stórum alþjóðlegum fyrirtækjum auk þess að vera einn af frumkvöðlunum sem kom að þjóðfundinum 2009. Þess utan hefur hún um árabil verið eftirsóttur fyrirlesari á alþjóðlegum ráðstefnum sem fjalla um jafnréttismál og það hvernig við getum byggt upp réttlátt og sanngjarnt samfélag. Halla hefur komið sér áfram á eigin verðleikum, hún hefur ekki bara nýtt þau tækifæri sem hafa gefist heldur hefur hún einnig skapað tækifæri bæði fyrir sig og aðra í samfélaginu. En erum við í alvöru að tala um að hún sé ennþá á sama stað og stelpan hér ofar í greininni? „Spennandi að fylgjast með henni“ en hún þarf að gera aðeins betur til þess að vera metin til jafns á við aðra karlkyns frambjóðendur sem hafa janfvel minni reynslu eða einhæfari. Ég styð Höllu Tómasdóttur og er stolt af því að bæði konur og karlar og ekki síst ungt fólk á Íslandi hafi fyrirmyndir eins og Höllu Tómasdóttur. Ég veit að hún hefur veitt mörgum innblástur til að taka skrefið, trúa á eigin verðleika og láta drauma sína rætast og það er þannig forseti sem ég vil fá – forseta sem hvetur okkur áfram og fær okkur til að sjá allt það jákvæða og góða sem einkennir okkur sem þjóð og fær okkur til þess að trúa á framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Ég hef stundum velt því fyrir mér hversu fljót við erum að mynda okkur skoðun á einstaklingum út frá staðalímyndum og oft án þess að velta því í raun fyrir okkur fyrir hvað fólk stendur. Hversu oft höfum við til að mynda ekki heyrt þessi orð sögð um unga og vel menntaða menn „Þetta er flottur strákur, kraftmikill og hugmyndaríkur. Við þurfum að passa upp á að halda í hann og sjá til þess að hann fái tækifæri við hæfi“. Ef þessi flotti og kraftmikli strákur væri stelpa, værum við líklegri til að heyra „þetta er hörku stelpa, klár og hefur allt, það verður spennandi að fylgjast með henni“. Já og hver er munurinn? Jú stelpan þarf að sanna sig áður en hún fær tækifæri meðan það er passað upp á að strákurinn fái tækifæri við hæfi til þess að geta sannað sig. Auðvitað er þetta alhæfing og sem betur fer ekki alltaf svona, en því miður verðum við ennþá vör við þetta viðhorf, þrátt fyrir að við séum fremst þjóða hvað varðar janfrétti. Þessar vangaveltur geta verið mjög áhugaverðar og gaman að vinna að hugarfarsbreytingu sem er yfirleitt velkomin því að sem betur fer erum við flest búin að átta okkur á því að fyrirtækin okkar og samfélagið í heild verður miklu betra þar sem allir fá jöfn tækifæri og allar raddir fá að heyrast. Þess vegna veldur það mér áhyggjum að í aðdraganda forsetakostninganna heyrðist mikið um það rætt af álitsgjöfum að það væri mikilvægt að fá sterkann mann, reynslumikinn mann, yfirburðar mann í embættið og dæmi tekin af sterkum karlkynsleiðtogum. Og svo var þessi umræða gæðavottuð af fráfarandi forseta þar sem að hann staðfesti að það væru komnir fram tveir kalmenn sem gætu tekið við embættinu og því gæti hann blessunarlega dregið sig í hlé. Ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna þessir tveir aðilar séu taldir hafa bestu reynsluna. Af þeim sem eru í framboði tel ég að nokkrir skari þar framúr, þar á meðal þessir tveir. En þegar maður ber samam reynslu frambjóðenda eins og þeim er lýst á opinberum síðum framboðanna, þá finnst mér það blasa við að Halla Tómasdóttir hefur viðtækustu reynsluna af öllum þeim sem eru í framboði til forseta Íslands. Hún hefur fjölbreytta reynslu bæði á Íslandi og erlendis. Hún hefur byggt upp háskóla, sinnt kennslu, verið starfsmannastjóri og stjórnandi í stórum alþjóðlegum fyrirtækjum auk þess að vera einn af frumkvöðlunum sem kom að þjóðfundinum 2009. Þess utan hefur hún um árabil verið eftirsóttur fyrirlesari á alþjóðlegum ráðstefnum sem fjalla um jafnréttismál og það hvernig við getum byggt upp réttlátt og sanngjarnt samfélag. Halla hefur komið sér áfram á eigin verðleikum, hún hefur ekki bara nýtt þau tækifæri sem hafa gefist heldur hefur hún einnig skapað tækifæri bæði fyrir sig og aðra í samfélaginu. En erum við í alvöru að tala um að hún sé ennþá á sama stað og stelpan hér ofar í greininni? „Spennandi að fylgjast með henni“ en hún þarf að gera aðeins betur til þess að vera metin til jafns á við aðra karlkyns frambjóðendur sem hafa janfvel minni reynslu eða einhæfari. Ég styð Höllu Tómasdóttur og er stolt af því að bæði konur og karlar og ekki síst ungt fólk á Íslandi hafi fyrirmyndir eins og Höllu Tómasdóttur. Ég veit að hún hefur veitt mörgum innblástur til að taka skrefið, trúa á eigin verðleika og láta drauma sína rætast og það er þannig forseti sem ég vil fá – forseta sem hvetur okkur áfram og fær okkur til að sjá allt það jákvæða og góða sem einkennir okkur sem þjóð og fær okkur til þess að trúa á framtíðina.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun