Vicente er hættur sem þjálfari spænska landsliðsins í knattspyrnu, en hann staðfesti þetta við þarlenda útvarpsstöð.
Spánverjar duttu út í 16-liða úrslitunum gegn Ítalíu, en Del Bosque varð heimsmeistari með Spáni 2010 og Evrópumeistari 2012.
„Ég hef engin áform um að halda áfram sem þjálfari. Úrslitin á EM skiptu ekki máli. Ég var aldrei í vafa um hver framtíð mín yrði," sagði hann við Radiogaceta Sports.
Hann bauðst til að segja af sér eftir að Spánverjar komust ekki upp úr riðlinum á HM 2014, en hélt áfram að lokum.
Spánverjar unnu fyrstu tvo leikina á EM, gegn Tékklandi og Tyrklandi, en töpuðu svo gegn Króötum í síðasta leik riðilsins.
Allar líkur eru á því að hinn 65 ára gamli þjálfari sé nú hættur sem þjálfari, en hann vann meðal annars tvo Evrópubikara með Real Madrid áður en hann tók við Spáni.
Del Bosque hættur með Spán
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




„Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“
Íslenski boltinn


„Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“
Íslenski boltinn



Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1

Fleiri fréttir
