Fótbolti

Shilton var hræddur við víkingaklappið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Víkingaklappið hefur slegið í gegn út um allan heim.
Víkingaklappið hefur slegið í gegn út um allan heim. vísir/getty
Peter Shilton, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, var eins og flestir Englendingar svekktur með frammistöðu enska landsliðsins í leiknum gegn Englandi.

„Þetta var gríðarlega svekkjandi. Þetta eru klárlega óvæntustu úrslit mótsins því England tapaði fyrir Íslandi,“ sagði Shilton sem lék 125 landsleiki fyrir England á sínum tíma.

„Allt mótið beið ég eftir því að enska liðið færi almennilega í gang. Kvöldið þegar mest var undir þá gaf liðið tvö mörk. Þessi slaki varnarleikur er það sem ég hef haft mestar áhyggjur af.“

Shilton gat ekki annað en skammað markvörðinn Joe Hart aðeins líka fyrir sína frammistöðu. Á endanum sagði Shilton að enska liðið hefði enga afsökun.

„Það er ekkert hægt að afsaka þetta. Spáið í þessu. Fyrirliði íslenska liðsins er að spila í ensku B-deildinni. Á pappírnum á England að vera með mikið betra lið. Kannski var það hið ógnvekjandi víkingaklapp hjá íslensku stuðningsmönnunum sem fór svona illa með enska liðið? Ég var hræddur að fylgjast með því heima hjá mér þannig að ég get ekki ímyndað mér hvernig er að vera á vellinum og upplifa þetta.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×