Fjórar ástæður fyrir því að 24 liða EM er betra | Ísland eitt besta dæmið Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júlí 2016 07:00 Strákarnir okkar koma ekki frá stóru landi en eru að standa sig vel. vísir/Vilhelm Á Evrópumótinu í fótbolta sem nú stendur yfir í Frakklandi eru í fyrsta sinn 24 lið að keppa en ekki 16 eins og hafa verið síðan 1996. Minni lið eins og Albanía, Ungverjaland, Norður-Írland, Wales og Ísland unnu sér öll inn þátttökurétt en Ísland hefði reyndar komist á 16 liða mót miðað við gengi þess í undankeppninni. Ekki eru allir á eitt sáttir með þessa breytingu. Mörgum sparkspekingum finnst gæðin ekki þau sömu og margir leikir frekar óáhugaverðir. Henry Winter, einn fremsti fótboltablaðamaður Englands, er einn þeirra en í viðtali við Vísi fyrr á mótinu sagði hann: „Þetta er ekki frábært mót hvað varðar tækni, leikstíl eða frábær lið en það er frábært að sjá lið eins og Ísland vera hérna og standa sig svona vel.“ Evan J. Davis, penni á íþróttavefsíðunni SB Nation, er mjög hrifinn af þessari breytingu og skrifar ítarlega grein þess efnis. Hann telur upp fjórar greinargóðar ástæður fyrir því að 24 liða Evrópumót sé betra en 16 liða.Zico og félagar gerðu það gott 1982.vísir/getty1. Þetta hefur virkað áður Margir þeirra sem eru fúlir yfir 24 liða móti gleyma því að þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Aðeins 24 lið spiluðu á HM frá 1982-1994 og miðað við hvað menn tapa sér í nostalgíu þegar talað er um leikmenn eins og Zico, Sócrates, Lineker, Maradona og Romario er erfitt að líta til baka á þau mót sem óspennandi. Á HM 1982 voru skoruð fleiri mörk en á 1970 eða 2,81 leik en brasilíska liðið á því móti er talið eitt besta lið sögunnar. HM kvenna á síðasta ári var líka mun meira spennandi þökk sé að 24 lið spiluðu þar. Kosta Ríka, Kamerún og England fengu allt í einu tækifæri til að sýna sig á stóra sviðinu og gerðu vel.vísir/vilhelm2. Stærra mót ýtir undir þróun í löndunum Ef þú átt engan möguleika á að komast í álfukeppni eins og EM, til hvers þá að eyða peningum í grasrótina? Ef þú sérð fram á tækifæri að spila á stórmóti eru meiri líkur á að knattspyrnusambönd dæli peningum í betri aðstöðu og betri þjálfara og fái þannig betri leikmenn. Ísland er líklega besta dæmið um þetta. Þar byrjuðu menn að pumpa seðlum í innanhúsvelli og þjálfara með UEFA-réttindi. Og hvað gerðist? Ísland var hársbreidd frá því að komast á HM 2014 en tapaði í tveggja leikja umspili gegn Króatíu. Ísland stormaði svo í gegnum undankeppni Evrópumótsins þar sem það vann Tyrkland, Holland og Tékkland áður en það tók svo Austurríki og England á Evrópumótinu og er komið í átta liða úrslit. Ekkert af þessu hefði gerst ef Evrópumótið væri enn þá 16 liða mót eða HM hefði ekki verið stækkað í 32 liða mót. Stækkun mótanna varð gulrót fyrir Íslendinga að gera betur hjá sér.vísir/vilhelm3. Fleiri lið, meiri skemmtun Er einhver virkilega svekktur með að Ungverjaland og Wales unnu sína riðli? Hvað með að Ísland valtaði yfir England í 16 liða úrslitum? Sá einhver Austurríki fyrir sér vera tekið í bakaríið af smáliðum? Ég veit ekki með ykkur en ég naut þess að sjá Norður-Írland spila sinn sterka varnarleik og komast í útsláttarkeppnina. Staðreyndin er sú að leiðinlegasti leikur mótsins var líklega viðureign Króatíu og Portúgal í 16 liða úrsitum. Ísland er búið að þróast úr því að verjast bara eins og í fyrsta leiknum gegn Portúgal í það að halda boltanum og beita sínum löngu innköstum. Það að Wales og Ísland eru komin í átta liða úrslitin er bara skemmtilegt.vísir/vilhelm4. Þessi nýju lið eru góð, punktur. Það virðist vera að þrátt fyrir óvæntu úrslitin á EM telur fólk þessi minni lið ekki góð og sérstaklega ekki þegar þau eru borin saman við þau bestu í heiminum. Það er satt að bestu liðin eru miklu betri en restin en bilið er að minnka á milli þjóðanna. Til að sýna fram á þetta má benda á Alþjóðlega Elo-listann sem gefur og dregur stig af landsliðum út frá hæfileikum leikmanna þeirra og fleira. Þetta er gegnsærra og nákvæmara kerfi en FIFa-listinn. 384 stig skilja að Argentínu í fyrsta sæti og Úkraínu í 32. sæti. Argentína væri alltaf talið sigurstranglegra lið í mótsleik. Aftur á móti skilja aðeins 151 stig að Svíþjóð í 33. sæti og Serbíu í 63. sæti. Á þessu bili eru lið sem eru að keppa á EM eins og Ungverjaland, Austurríki, Ísland, Rússland, Norður-Írland og Albanía. Af þessu liðum voru það aðeins Rússar og Svíar sem áttu virkilega slæmt mót. Austurríki var talið betra fyrir mótið en tapaði fyrir Íslandi og Ungverjalandi í riðlakeppninni, liðum sem höfðu meiri hæfileika innanborðs en flestir reiknuðu með.Hér má sjá alla úttektina á SB Nation.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Sjá meira
Á Evrópumótinu í fótbolta sem nú stendur yfir í Frakklandi eru í fyrsta sinn 24 lið að keppa en ekki 16 eins og hafa verið síðan 1996. Minni lið eins og Albanía, Ungverjaland, Norður-Írland, Wales og Ísland unnu sér öll inn þátttökurétt en Ísland hefði reyndar komist á 16 liða mót miðað við gengi þess í undankeppninni. Ekki eru allir á eitt sáttir með þessa breytingu. Mörgum sparkspekingum finnst gæðin ekki þau sömu og margir leikir frekar óáhugaverðir. Henry Winter, einn fremsti fótboltablaðamaður Englands, er einn þeirra en í viðtali við Vísi fyrr á mótinu sagði hann: „Þetta er ekki frábært mót hvað varðar tækni, leikstíl eða frábær lið en það er frábært að sjá lið eins og Ísland vera hérna og standa sig svona vel.“ Evan J. Davis, penni á íþróttavefsíðunni SB Nation, er mjög hrifinn af þessari breytingu og skrifar ítarlega grein þess efnis. Hann telur upp fjórar greinargóðar ástæður fyrir því að 24 liða Evrópumót sé betra en 16 liða.Zico og félagar gerðu það gott 1982.vísir/getty1. Þetta hefur virkað áður Margir þeirra sem eru fúlir yfir 24 liða móti gleyma því að þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Aðeins 24 lið spiluðu á HM frá 1982-1994 og miðað við hvað menn tapa sér í nostalgíu þegar talað er um leikmenn eins og Zico, Sócrates, Lineker, Maradona og Romario er erfitt að líta til baka á þau mót sem óspennandi. Á HM 1982 voru skoruð fleiri mörk en á 1970 eða 2,81 leik en brasilíska liðið á því móti er talið eitt besta lið sögunnar. HM kvenna á síðasta ári var líka mun meira spennandi þökk sé að 24 lið spiluðu þar. Kosta Ríka, Kamerún og England fengu allt í einu tækifæri til að sýna sig á stóra sviðinu og gerðu vel.vísir/vilhelm2. Stærra mót ýtir undir þróun í löndunum Ef þú átt engan möguleika á að komast í álfukeppni eins og EM, til hvers þá að eyða peningum í grasrótina? Ef þú sérð fram á tækifæri að spila á stórmóti eru meiri líkur á að knattspyrnusambönd dæli peningum í betri aðstöðu og betri þjálfara og fái þannig betri leikmenn. Ísland er líklega besta dæmið um þetta. Þar byrjuðu menn að pumpa seðlum í innanhúsvelli og þjálfara með UEFA-réttindi. Og hvað gerðist? Ísland var hársbreidd frá því að komast á HM 2014 en tapaði í tveggja leikja umspili gegn Króatíu. Ísland stormaði svo í gegnum undankeppni Evrópumótsins þar sem það vann Tyrkland, Holland og Tékkland áður en það tók svo Austurríki og England á Evrópumótinu og er komið í átta liða úrslit. Ekkert af þessu hefði gerst ef Evrópumótið væri enn þá 16 liða mót eða HM hefði ekki verið stækkað í 32 liða mót. Stækkun mótanna varð gulrót fyrir Íslendinga að gera betur hjá sér.vísir/vilhelm3. Fleiri lið, meiri skemmtun Er einhver virkilega svekktur með að Ungverjaland og Wales unnu sína riðli? Hvað með að Ísland valtaði yfir England í 16 liða úrslitum? Sá einhver Austurríki fyrir sér vera tekið í bakaríið af smáliðum? Ég veit ekki með ykkur en ég naut þess að sjá Norður-Írland spila sinn sterka varnarleik og komast í útsláttarkeppnina. Staðreyndin er sú að leiðinlegasti leikur mótsins var líklega viðureign Króatíu og Portúgal í 16 liða úrsitum. Ísland er búið að þróast úr því að verjast bara eins og í fyrsta leiknum gegn Portúgal í það að halda boltanum og beita sínum löngu innköstum. Það að Wales og Ísland eru komin í átta liða úrslitin er bara skemmtilegt.vísir/vilhelm4. Þessi nýju lið eru góð, punktur. Það virðist vera að þrátt fyrir óvæntu úrslitin á EM telur fólk þessi minni lið ekki góð og sérstaklega ekki þegar þau eru borin saman við þau bestu í heiminum. Það er satt að bestu liðin eru miklu betri en restin en bilið er að minnka á milli þjóðanna. Til að sýna fram á þetta má benda á Alþjóðlega Elo-listann sem gefur og dregur stig af landsliðum út frá hæfileikum leikmanna þeirra og fleira. Þetta er gegnsærra og nákvæmara kerfi en FIFa-listinn. 384 stig skilja að Argentínu í fyrsta sæti og Úkraínu í 32. sæti. Argentína væri alltaf talið sigurstranglegra lið í mótsleik. Aftur á móti skilja aðeins 151 stig að Svíþjóð í 33. sæti og Serbíu í 63. sæti. Á þessu bili eru lið sem eru að keppa á EM eins og Ungverjaland, Austurríki, Ísland, Rússland, Norður-Írland og Albanía. Af þessu liðum voru það aðeins Rússar og Svíar sem áttu virkilega slæmt mót. Austurríki var talið betra fyrir mótið en tapaði fyrir Íslandi og Ungverjalandi í riðlakeppninni, liðum sem höfðu meiri hæfileika innanborðs en flestir reiknuðu með.Hér má sjá alla úttektina á SB Nation.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti