Íslensk fjölskylda grýtt flöskum í Englandi vegna árangurs íslenska landsliðsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2016 11:45 Sumir virðast eiga í erfiðleikum með að þola að tapa. Vísir/Getty/Eyþór Flöskum var grýtt í átt að íslenskri fjölskyldu í Brighton í Englandi þar sem mikill mannfjöldi var samankomin til þess að horfa á leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi á mánudaginn. Öryggisverðir vöru snöggir að grípa inn í og mynduðu hring utan um fjölskylduna.Frá þessu er greint á vef enska blaðsins Argus sem er staðarblaðið i Brighton. Þar segir að leikur Íslands og Englands hafi verið sýndur á stórum skjá á ströndinni í Brighton. Eftir að leik lauk og mannskarinn var að yfirgefa svæðið hafi einhverjir óprúttnir og svekktir stuðningsmenn enska landsliðsins grýtt flöskum í átt að íslenskum foreldrum og börnum þeirra. „Allir voru að styðja sitt lið en í lok leiksins þegar ég leit til hliðar sá ég stuðningsmenn enska liðsins kasta flöskum í íslenska fjölskyldu,“ sagði Marie Clements sem varð vitni að athæfinu. „Ég sá ekki hvort að einhverjar flöskur hafi hæft vegna þess að öryggisverðirnir voru svo snöggir að hópast í kringum fjölskylduna.“ Lögregla var ekki kölluð til og enginn er talinn hafa orðið fyrir meiðslum. Clements telur að um einangrað atvik hafi verið að ræða. „Þetta róaðist frekar fljótt og ég held að flestir hafi ekki orðið varir við þetta. Þetta var líklega einangrað atvik en maður fann að það var spenna í loftinu,“ sagði Clements. Ljóst er að margir urðu ansi svekktir með að enska landsliðið datt út gegn Ísland og fékk landsliðið mikla útreið í enskum fjölmiðum eftir leikinn. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Cod help us“ | Sjáðu fyrirsagnir ensku blaðanna Ensku blöðin fóru ófögrum orðum um sína menn eftir tapið gegn Englandi. 27. júní 2016 23:47 Sá sem átti að taka við enska landsliðinu vill ekki starfið Tap Englendinga á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi hafði sínar afleiðingar og nú lítur út fyrir að þjálfarastarf enska landsliðsins sé ekki eins eftirsóknarvert og margir héldu. 30. júní 2016 08:15 Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Leikmenn Wales trylltust af gleði þegar flautað var til leiksloka í Nice. 29. júní 2016 15:30 The Times gaf öllum leikmönnum Englands núll í einkunn Enskir fjölmiðlar fóru ófögrum orðum um frammistöðu Englands í 2-1 tapinu fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í gær. 28. júní 2016 10:29 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Flöskum var grýtt í átt að íslenskri fjölskyldu í Brighton í Englandi þar sem mikill mannfjöldi var samankomin til þess að horfa á leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi á mánudaginn. Öryggisverðir vöru snöggir að grípa inn í og mynduðu hring utan um fjölskylduna.Frá þessu er greint á vef enska blaðsins Argus sem er staðarblaðið i Brighton. Þar segir að leikur Íslands og Englands hafi verið sýndur á stórum skjá á ströndinni í Brighton. Eftir að leik lauk og mannskarinn var að yfirgefa svæðið hafi einhverjir óprúttnir og svekktir stuðningsmenn enska landsliðsins grýtt flöskum í átt að íslenskum foreldrum og börnum þeirra. „Allir voru að styðja sitt lið en í lok leiksins þegar ég leit til hliðar sá ég stuðningsmenn enska liðsins kasta flöskum í íslenska fjölskyldu,“ sagði Marie Clements sem varð vitni að athæfinu. „Ég sá ekki hvort að einhverjar flöskur hafi hæft vegna þess að öryggisverðirnir voru svo snöggir að hópast í kringum fjölskylduna.“ Lögregla var ekki kölluð til og enginn er talinn hafa orðið fyrir meiðslum. Clements telur að um einangrað atvik hafi verið að ræða. „Þetta róaðist frekar fljótt og ég held að flestir hafi ekki orðið varir við þetta. Þetta var líklega einangrað atvik en maður fann að það var spenna í loftinu,“ sagði Clements. Ljóst er að margir urðu ansi svekktir með að enska landsliðið datt út gegn Ísland og fékk landsliðið mikla útreið í enskum fjölmiðum eftir leikinn.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Cod help us“ | Sjáðu fyrirsagnir ensku blaðanna Ensku blöðin fóru ófögrum orðum um sína menn eftir tapið gegn Englandi. 27. júní 2016 23:47 Sá sem átti að taka við enska landsliðinu vill ekki starfið Tap Englendinga á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi hafði sínar afleiðingar og nú lítur út fyrir að þjálfarastarf enska landsliðsins sé ekki eins eftirsóknarvert og margir héldu. 30. júní 2016 08:15 Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Leikmenn Wales trylltust af gleði þegar flautað var til leiksloka í Nice. 29. júní 2016 15:30 The Times gaf öllum leikmönnum Englands núll í einkunn Enskir fjölmiðlar fóru ófögrum orðum um frammistöðu Englands í 2-1 tapinu fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í gær. 28. júní 2016 10:29 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
„Cod help us“ | Sjáðu fyrirsagnir ensku blaðanna Ensku blöðin fóru ófögrum orðum um sína menn eftir tapið gegn Englandi. 27. júní 2016 23:47
Sá sem átti að taka við enska landsliðinu vill ekki starfið Tap Englendinga á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi hafði sínar afleiðingar og nú lítur út fyrir að þjálfarastarf enska landsliðsins sé ekki eins eftirsóknarvert og margir héldu. 30. júní 2016 08:15
Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Leikmenn Wales trylltust af gleði þegar flautað var til leiksloka í Nice. 29. júní 2016 15:30
The Times gaf öllum leikmönnum Englands núll í einkunn Enskir fjölmiðlar fóru ófögrum orðum um frammistöðu Englands í 2-1 tapinu fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í gær. 28. júní 2016 10:29