Heimir: Einbeitingin ekki í lagi ef við eyðum öllum tímanum í að vera frægir Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2016 09:53 Heimir Hallgrímsson á æfingu landsliðsins í dag. vísir/vilhelm Enn bætist í fulltrúa erlendra fjölmiðla sem fylgja strákunum okkur eftir á Evrópumótinu í fótbolta en íslenska landsliðið hefur vakið heimsathygli fyrir að vinna England og komast í átta liða úrslit mótsins. Aragrúi af fjölmiðlamönnum hvaðanæva að úr heiminum var mættur á æfingu landsliðsins í Annecy í dag sem var síðasta opna æfingin með möguleika á viðtölum fyrir stórleikinn gegn Frakklandi í París á sunnudaginn. „Þetta sýnir smá hvað við erum barnalegir að halda við getum verið með Mixed Zone hérna með 8.000 sjónvarpsvélar á okkur. Við erum að reyna að gera okkar besta í að vera sýnilegir og svoleiðis. Auðvitað er þetta samt bilun,“ sagði Heimir Hallgrímsson léttur í lund(a) að vanda við Vísi á æfingunni í dag. „Við vitum það, að við erum að fara að spila við Frakka og það er stórt. Frakkar eru duglegir að fylgja sínu liði. Það eru þrjár til fjórar sjónvarpsstöðvar í gangi allan sólarhringinn með fréttir um EM þannig þetta er eðlilegt.“ Á blaðamannafundi þjálfaranna í gær sagði Lars Lagerbäck frá því að hópur leikmanna hefði mætt of seint í kvöldmat á þriðjudagskvöldið en Svíinn hafði engan húmor fyrir því að menn fylgdu ekki settum reglum. Aðspurður um þessi orð Lars í gær sagði Heimir við Vísi: „Ef þú ætlar að lesa allt sem er skrifað um íslenska landsliðið og hvern einasta leikmann myndi þér ekki duga dagurinn til þess,“ sagði Eyjamaðurinn. „Ef við ætlum að eyða öllum tímanum okkar eða öllum deginum í að að vera frægir þá erum við ekki að einbeita okkur að því sem skiptir máli. Nú er aðalatriðið að einbeita sér að Frakklandsleiknum. Það gerum við með því að ýta öllu öðru til hliðar.“ „Það er ástæðan fyrir því að við erum ekki allan daginn á blaðamannafundum eða í viðtölum. Fyrir utan þann tíma viljum við ekki vera í því. Ef við erum að gera eitthvað annað erum við ekki að einbeita okkur að því sem skiptir máli á þessum tímapunkti,“ sagði Heimir Hallgrímsosn.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 EM í dag: Hinn franski Grýluvöllur Í þetta sinn er EM í dag sendur út frá æfingavelli íslenska liðsins í Annecy. 30. júní 2016 08:34 Ragnar: Ekkert til í sögunum um Liverpool Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið einn allra besti leikmaður Íslands á EM í Frakklandi og vakið víða athygli fyrir frammistöðu sína. 30. júní 2016 09:21 Verðandi Börsungur spilar líklega sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi Ungur varnarmaður upplifir væntanlega tvo af sínum stærstu draumum á næstu dögum. 30. júní 2016 07:30 Mörkin koma alls staðar að Tíu leikmenn hafa komið með beinum hætti að mörkunum sex sem Ísland hefur skorað á EM í Frakklandi með því að annað hvort að skora eða leggja upp. 30. júní 2016 06:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sjá meira
Enn bætist í fulltrúa erlendra fjölmiðla sem fylgja strákunum okkur eftir á Evrópumótinu í fótbolta en íslenska landsliðið hefur vakið heimsathygli fyrir að vinna England og komast í átta liða úrslit mótsins. Aragrúi af fjölmiðlamönnum hvaðanæva að úr heiminum var mættur á æfingu landsliðsins í Annecy í dag sem var síðasta opna æfingin með möguleika á viðtölum fyrir stórleikinn gegn Frakklandi í París á sunnudaginn. „Þetta sýnir smá hvað við erum barnalegir að halda við getum verið með Mixed Zone hérna með 8.000 sjónvarpsvélar á okkur. Við erum að reyna að gera okkar besta í að vera sýnilegir og svoleiðis. Auðvitað er þetta samt bilun,“ sagði Heimir Hallgrímsson léttur í lund(a) að vanda við Vísi á æfingunni í dag. „Við vitum það, að við erum að fara að spila við Frakka og það er stórt. Frakkar eru duglegir að fylgja sínu liði. Það eru þrjár til fjórar sjónvarpsstöðvar í gangi allan sólarhringinn með fréttir um EM þannig þetta er eðlilegt.“ Á blaðamannafundi þjálfaranna í gær sagði Lars Lagerbäck frá því að hópur leikmanna hefði mætt of seint í kvöldmat á þriðjudagskvöldið en Svíinn hafði engan húmor fyrir því að menn fylgdu ekki settum reglum. Aðspurður um þessi orð Lars í gær sagði Heimir við Vísi: „Ef þú ætlar að lesa allt sem er skrifað um íslenska landsliðið og hvern einasta leikmann myndi þér ekki duga dagurinn til þess,“ sagði Eyjamaðurinn. „Ef við ætlum að eyða öllum tímanum okkar eða öllum deginum í að að vera frægir þá erum við ekki að einbeita okkur að því sem skiptir máli. Nú er aðalatriðið að einbeita sér að Frakklandsleiknum. Það gerum við með því að ýta öllu öðru til hliðar.“ „Það er ástæðan fyrir því að við erum ekki allan daginn á blaðamannafundum eða í viðtölum. Fyrir utan þann tíma viljum við ekki vera í því. Ef við erum að gera eitthvað annað erum við ekki að einbeita okkur að því sem skiptir máli á þessum tímapunkti,“ sagði Heimir Hallgrímsosn.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 EM í dag: Hinn franski Grýluvöllur Í þetta sinn er EM í dag sendur út frá æfingavelli íslenska liðsins í Annecy. 30. júní 2016 08:34 Ragnar: Ekkert til í sögunum um Liverpool Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið einn allra besti leikmaður Íslands á EM í Frakklandi og vakið víða athygli fyrir frammistöðu sína. 30. júní 2016 09:21 Verðandi Börsungur spilar líklega sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi Ungur varnarmaður upplifir væntanlega tvo af sínum stærstu draumum á næstu dögum. 30. júní 2016 07:30 Mörkin koma alls staðar að Tíu leikmenn hafa komið með beinum hætti að mörkunum sex sem Ísland hefur skorað á EM í Frakklandi með því að annað hvort að skora eða leggja upp. 30. júní 2016 06:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sjá meira
Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44
EM í dag: Hinn franski Grýluvöllur Í þetta sinn er EM í dag sendur út frá æfingavelli íslenska liðsins í Annecy. 30. júní 2016 08:34
Ragnar: Ekkert til í sögunum um Liverpool Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið einn allra besti leikmaður Íslands á EM í Frakklandi og vakið víða athygli fyrir frammistöðu sína. 30. júní 2016 09:21
Verðandi Börsungur spilar líklega sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi Ungur varnarmaður upplifir væntanlega tvo af sínum stærstu draumum á næstu dögum. 30. júní 2016 07:30
Mörkin koma alls staðar að Tíu leikmenn hafa komið með beinum hætti að mörkunum sex sem Ísland hefur skorað á EM í Frakklandi með því að annað hvort að skora eða leggja upp. 30. júní 2016 06:00