Fótbolti

EM í dag: Hinn franski Grýluvöllur

Það er nýr dagur og því nýr EM í dag. Tómas Þór Þórðarson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fjalla um allt sem viðkemur íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi en í þetta sinn er þáttur dagsins tekinn upp á æfingasvæði íslenska liðsins í Annecy.

Aðeins þrír dagar eru í að Ísland spili við Frakkland á Stade de France í París en það er leikur í 8-liða úrslitum keppninnar.

Strákarnir fengu kærkomna hvíld í gær en þjálfararnir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í gærkvöldi, þar sem Lars Lagerbäck greindi frá því að sumir leikmanna hafi komið of seint í kvöldmat.

Allt þetta og meira til er rætt í þætti dagsins sem er sá nítjándi í röðinni.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

EM í dag: Groundhog day í Annecy

Tómas Þór Þórðarson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fara yfir allt sem snýr að íslenska liðinu á EM í Frakklandi.

EM í dag: Nice í Nice

Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×