Fótbolti

Úrslitaleikurinn ekki síðasti landsleikur Ronaldo

Anton Ingi Leifsson skrifar
Santos hlær á blaðamannafundinum í dag.
Santos hlær á blaðamannafundinum í dag. vísir/getty
Fernando Santos, þjálfari portúgalska landsliðsins, hló að blaðamönnum sem héldu því fram að úrslitaleikur Frakklands og Portúgals á EM í kvöld yrði síðasti landsleikur Ronaldo.

„Hann mun spila í sex, sjö, kannski tíu ár til viðbótar. Ég veit ekki, en leikurinn í kvöld verður ekki hans síðasti leikur,” sagði brosandi Santos á blaðamannafundi í gær.

Santos, sem er 61 árs, þjálfaði 18 ára Ronaldo hjá Sporting Lisbon 2003, en Ronaldo hvarf á braut einungis tveimur mánuðum eftir að Santos mætti því United var búið að kapa hann.

„Ég þjálfaði hann fyrir 13 eða 14 árum síðan, en ekki lengi því hann spilaði í æfingarleik gegn United og stuttu síðar var hann farinn til United og kom aldrei til baka.”

„Hann var frábær, mjög efnilegur og hafði löngun til að vinna. Hann er mjög sterkur andlega og er fæddur sigurvegari. Hann vill vera bestur, til þess að vera meira og meira fullkominn,” sagði Santos.

Fylgst verður með úrslitaleik Frakklands og Portúgals í Boltavaktinni í kvöld, en leiknum verður gerð góð skil á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×