Heimir Hallgrímsson þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta greinir frá sýn sinni á árangur íslenska landsliðsins í fótbolta á Evrópumeistaramótinu í fótbolta í breska stórblaðinu The Guardian.
Heimir lýsir tilfinningum sínum þegar landsliðið kom heim frá Frakklandi og þeim viðtökum sem liðið fékk þegar það kom til Reykjavíkur í greininni.
Þjálfarinn líkir leikmönnum landsliðsins við heimsmeistara Englands 1966, að íslensku leikmennirnir séu goðsagnir í lifanda lífi í þjóðarsál Íslendinga frá og með ótrúlegum árangri liðsins.
Heimir segir einnig að um leið og Íslendingar fagnir árangrinum hafi kröfurnar til liðsins aukist til muna og nú muni Íslendingar reikna með því að liðið komist á öll stórmót.
Þá segist Heimir ekki búast við miklum breytingum á landsliðinu í næstu undankeppni, fyrir HM í Rússlandi.
Greinina alla á the Guardian má finna hér.
Heimir Hallgrímsson um íslenska knattspyrnuundrið í The Guardian

Mest lesið


Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1



„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
