Fótbolti

Cech hefur leikið sinn síðasta landsleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cech lék á fjórum Evrópumótum.
Cech lék á fjórum Evrópumótum. vísir/epa
Markvörðurinn Petr Cech er hættur að spila með tékkneska landsliðinu í fótbolta.

Cech, sem er 34 ára, er leikjahæsti leikmaður Tékklands frá upphafi en hann lék 124 landsleiki á árunum 2002-16.

Cech fór með tékkneska liðinu á fimm stórmót; fjögur Evrópumót og eitt heimsmeistaramót.

Cech, sem leikur með Arsenal í dag, var m.a. hluti af frábæru tékknesku liði sem komst í undanúrslit á EM 2004.

Tékkar unnu ekki leik á EM í Frakklandi og komust ekki upp úr sínum riðli. Cech lék sinn síðasta landsleik í 2-0 tapi fyrir Tyrkjum 21. júní síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×