Styttist í gegnumslag undir Húsavíkurhöfða Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2016 14:56 Borun jarðganga undir Húsavíkurhöfða skotgengur samhliða stækkun Húsavíkurhafnar. Bærinn nötrar undan sprengingum og þungaumferð allan liðlangan daginn. Sýnt var frá framkvæmdunum í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóra hjá Norðurþingi. „Hérna er verið að dýpka höfnina, verið að lengja hafnarkanta, stækka hafnarsvæðið og svo stærsta einstaka verkið er að leggja veg og veggöng sem tengja saman höfnina og iðnaðarsvæðið á Bakka," segir Snæbjörn. Norski verktakinn Leonhard Nilsen og sønner er þegar búinn að bora um 80 prósent ganganna. Aðeins eru um 140 metrar eftir. „Þannig að þetta er orðið einhverra vikna spursmál hvenær þeir slá í gegn. Það gæti orðið núna í ágúst eða í síðasta lagi í september.“ Og allt eins líklegt að það gæti orðið enn fyrr. Þótt umfang framkvæmdanna við kísilmálmverksmiðjuna á Bakka sé mun meira er þetta ekkert smáræði. „Vegagerðin sjálf með hluta af hafnarframkvæmdunum er metin á rúma þrjá milljarða. Með hafnarframkvæmdum og öðrum innviðum, sem þarf að gera hér, þá er þetta á fimmta milljarð sem þessar framkvæmdir kosta.“ Meðan iðnaðarlóðin á Bakka er í hvarfi tvo kílómetra frá byggðinni er hafnarsvæðið í hjarta Húsavíkur. „Og það er ónæði. Það er mikil þungaumferð þannig að óneitanlega hefur þetta ekki farið framhjá fólki. Það hafa verið sprengingar hér náttúrlega í göngum og líka hér í hafnargerðinni aðeins. Og hér er unnið myrkranna á milli, - og ekki mikið myrkur yfir sumarið, þannig að vinnudagurinn getur verið langur. En heilt yfir eru menn jákvæðir gagnvart verkinu þannig að upplifunin í heild hefur verið jákvæð,“ segir Snæbjörn. Tengdar fréttir Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Borun jarðganga undir Húsavíkurhöfða skotgengur samhliða stækkun Húsavíkurhafnar. Bærinn nötrar undan sprengingum og þungaumferð allan liðlangan daginn. Sýnt var frá framkvæmdunum í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóra hjá Norðurþingi. „Hérna er verið að dýpka höfnina, verið að lengja hafnarkanta, stækka hafnarsvæðið og svo stærsta einstaka verkið er að leggja veg og veggöng sem tengja saman höfnina og iðnaðarsvæðið á Bakka," segir Snæbjörn. Norski verktakinn Leonhard Nilsen og sønner er þegar búinn að bora um 80 prósent ganganna. Aðeins eru um 140 metrar eftir. „Þannig að þetta er orðið einhverra vikna spursmál hvenær þeir slá í gegn. Það gæti orðið núna í ágúst eða í síðasta lagi í september.“ Og allt eins líklegt að það gæti orðið enn fyrr. Þótt umfang framkvæmdanna við kísilmálmverksmiðjuna á Bakka sé mun meira er þetta ekkert smáræði. „Vegagerðin sjálf með hluta af hafnarframkvæmdunum er metin á rúma þrjá milljarða. Með hafnarframkvæmdum og öðrum innviðum, sem þarf að gera hér, þá er þetta á fimmta milljarð sem þessar framkvæmdir kosta.“ Meðan iðnaðarlóðin á Bakka er í hvarfi tvo kílómetra frá byggðinni er hafnarsvæðið í hjarta Húsavíkur. „Og það er ónæði. Það er mikil þungaumferð þannig að óneitanlega hefur þetta ekki farið framhjá fólki. Það hafa verið sprengingar hér náttúrlega í göngum og líka hér í hafnargerðinni aðeins. Og hér er unnið myrkranna á milli, - og ekki mikið myrkur yfir sumarið, þannig að vinnudagurinn getur verið langur. En heilt yfir eru menn jákvæðir gagnvart verkinu þannig að upplifunin í heild hefur verið jákvæð,“ segir Snæbjörn.
Tengdar fréttir Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45
Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00