Nýta blóðflögur til næringar fyrir stofnfrumur Sæunn Gísladóttir skrifar 9. júlí 2016 13:00 Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch er hluti af teyminu á bak við Platome líftækni. Vísir/Eyþór Startup Reykjavik fer fram í fimmta sinn um þessar mundir. Tíu fyrirtæki hafa tekið þátt ár hvert. Fyrirtækin sem taka þátt að þessu sinni eru mjög fjölbreytt, tvö eru að þróa tölvuleik, eitt er að framleiða súkkulaði og enn annað að framleiða næringu fyrir stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum. Fréttablaðið kynnti sér starfsemi þeirra fyrirtækja sem kynntu sig á PopUp & Pitch-kvöldinu á fimmtudaginn. Platome líftækni er fyrirtæki framleiðir næringu fyrir stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum. Að baki fyrirtækisins standa Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, lífeindafræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands, sem er að klára doktorspróf í sameindalíffræði, og Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, doktor í stofnfrumum og ofnæmisfræði, og dósent við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, sem stýrir grunnrannsóknum og stofnfrumuvinnslu í Blóðbankanum. „Við vinnum allar okkar vörur sem eru næring fyrir stofnfrumur úr blóðflögum frá Blóðbankanum sem á að henda þar. Við tökum þann efnivið og breytum yfir í næringu fyrir stofnfrumur. Það er hægt að nota þessa næringu inná rannsóknastofum þegar verið er að skoða og rannsaka stofnfrumur, til dæmis þegar er verið að þróa meðferðir úr stofnfrumum," segir Sandra. Sandra segir að þau hafi verið að vinna að vörunni í fimm ár, en fyrirtækið hafnaði í öðru sæti í Gullegginu í vor. „Við erum byrjuð að framleiða og erum komin með rannsóknastofur sem eru að testa þetta fyrir okkur og viðskiptavini. Svo erum við að ganga frá framleiðsluferlinu í sumar og þjónustuaðila sem gera þetta undir algjörlega öruggum aðstæðum. Við erum bara að hefja í raun og veru markaðssetningu núna," segir Sandra. Teymið var nýverið á ferðalagi þar sem þau tölðu á stórri ráðstefnu, sem yfir þúsund vísindamenn í þessum geira sóttu. „Við vorum með sýningabás og slíkt og vorum að markaðsestja fyrirtækið," segir Sandra. Sandra segir að þáttaka í Startup Reykjavík hafi verið liður í að flýta ferlinu. „Við munum algjörlega vinna að þessu áfram þegar hraðlinum líkur, og munum bara halda áfram að fylgja þessari vöru. Markmiðið er að hún verði komin á markað í síðasta lagi í miðbik síðasta árs. Þá eiga að vera komnar ein eða tvær vörur á markað," segir Sandra. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Startup Reykjavik fer fram í fimmta sinn um þessar mundir. Tíu fyrirtæki hafa tekið þátt ár hvert. Fyrirtækin sem taka þátt að þessu sinni eru mjög fjölbreytt, tvö eru að þróa tölvuleik, eitt er að framleiða súkkulaði og enn annað að framleiða næringu fyrir stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum. Fréttablaðið kynnti sér starfsemi þeirra fyrirtækja sem kynntu sig á PopUp & Pitch-kvöldinu á fimmtudaginn. Platome líftækni er fyrirtæki framleiðir næringu fyrir stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum. Að baki fyrirtækisins standa Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, lífeindafræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands, sem er að klára doktorspróf í sameindalíffræði, og Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, doktor í stofnfrumum og ofnæmisfræði, og dósent við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, sem stýrir grunnrannsóknum og stofnfrumuvinnslu í Blóðbankanum. „Við vinnum allar okkar vörur sem eru næring fyrir stofnfrumur úr blóðflögum frá Blóðbankanum sem á að henda þar. Við tökum þann efnivið og breytum yfir í næringu fyrir stofnfrumur. Það er hægt að nota þessa næringu inná rannsóknastofum þegar verið er að skoða og rannsaka stofnfrumur, til dæmis þegar er verið að þróa meðferðir úr stofnfrumum," segir Sandra. Sandra segir að þau hafi verið að vinna að vörunni í fimm ár, en fyrirtækið hafnaði í öðru sæti í Gullegginu í vor. „Við erum byrjuð að framleiða og erum komin með rannsóknastofur sem eru að testa þetta fyrir okkur og viðskiptavini. Svo erum við að ganga frá framleiðsluferlinu í sumar og þjónustuaðila sem gera þetta undir algjörlega öruggum aðstæðum. Við erum bara að hefja í raun og veru markaðssetningu núna," segir Sandra. Teymið var nýverið á ferðalagi þar sem þau tölðu á stórri ráðstefnu, sem yfir þúsund vísindamenn í þessum geira sóttu. „Við vorum með sýningabás og slíkt og vorum að markaðsestja fyrirtækið," segir Sandra. Sandra segir að þáttaka í Startup Reykjavík hafi verið liður í að flýta ferlinu. „Við munum algjörlega vinna að þessu áfram þegar hraðlinum líkur, og munum bara halda áfram að fylgja þessari vöru. Markmiðið er að hún verði komin á markað í síðasta lagi í miðbik síðasta árs. Þá eiga að vera komnar ein eða tvær vörur á markað," segir Sandra.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira