Ronaldo: Grátum vonandi gleðitárum á sunnudaginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2016 21:46 Ronaldo og félagar eru komnir í úrslitaleikinn. vísir/epa „Okkur hefur dreymt um þetta frá upphafi. Við vissum að leiðin yrði erfið en við erum enn með í keppninni,“ sagði Cristiano Ronaldo, fyrirliði Portúgals, eftir sigurinn á Wales í fyrri undanúrslitaleiknum á EM 2016 í Lyon í kvöld. Ronaldo skoraði fyrra mark Portúgala og lagði það síðara upp en bæði mörkin komu á fjögurra mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta hefur verið erfitt á köflum en eins og ég hef alltaf sagt, þá er betra að byrja illa og enda vel. Leikmennirnir, þjálfarinn og allir sem koma að liðinu eiga þetta skilið,“ sagði Ronaldo sem hefur fengið talsverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína á EM. Hann er samt sem áður búinn að skora þrjú mörk, eiga þrjár stoðsendingar og það sem mikilvægast er, þá er Portúgal komið í úrslitaleikinn. Þrátt fyrir langan og glæsilegan feril á Ronaldo enn eftir að vinna stórmót með portúgalska landsliðinu. Hann vonast til að sú bið taki enda á sunnudaginn. „Vonandi brosum við eftir úrslitaleikinn og grátum gleðitárum. Ég hef alltaf sagt að draumurinn sé að vinna titil með Portúgal,“ sagði Ronaldo. „Við erum skrefi nær því og ég trúi því að við munum vinna. Með mikilli vinnusemi, auðmýkt og fórnfýsi, eins og ég hef sýnt allan minn feril, er allt mögulegt.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
„Okkur hefur dreymt um þetta frá upphafi. Við vissum að leiðin yrði erfið en við erum enn með í keppninni,“ sagði Cristiano Ronaldo, fyrirliði Portúgals, eftir sigurinn á Wales í fyrri undanúrslitaleiknum á EM 2016 í Lyon í kvöld. Ronaldo skoraði fyrra mark Portúgala og lagði það síðara upp en bæði mörkin komu á fjögurra mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta hefur verið erfitt á köflum en eins og ég hef alltaf sagt, þá er betra að byrja illa og enda vel. Leikmennirnir, þjálfarinn og allir sem koma að liðinu eiga þetta skilið,“ sagði Ronaldo sem hefur fengið talsverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína á EM. Hann er samt sem áður búinn að skora þrjú mörk, eiga þrjár stoðsendingar og það sem mikilvægast er, þá er Portúgal komið í úrslitaleikinn. Þrátt fyrir langan og glæsilegan feril á Ronaldo enn eftir að vinna stórmót með portúgalska landsliðinu. Hann vonast til að sú bið taki enda á sunnudaginn. „Vonandi brosum við eftir úrslitaleikinn og grátum gleðitárum. Ég hef alltaf sagt að draumurinn sé að vinna titil með Portúgal,“ sagði Ronaldo. „Við erum skrefi nær því og ég trúi því að við munum vinna. Með mikilli vinnusemi, auðmýkt og fórnfýsi, eins og ég hef sýnt allan minn feril, er allt mögulegt.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira