Útlendingar greiða skatt af 75% tekna Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. júlí 2016 11:00 CCP hefur notið aðstoðar fjölmargra erlendra sérfræðinga við að þróa leiki sína allan þann tíma sem fyrirtækið hefur starfað. Fjórðungur tekna erlendra sérfræðinga sem koma hingað til starfa er undanskilinn skatti, samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru 2. júní síðastliðinn. Um er að ræða lög um breytingu á ýmsum lögum til að styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir að þetta ákvæði i lögunum sé mikið framfaraspor. „Ég var pínulítið hissa að þetta skref var stigið. Ég hélt að þetta skref yrði erfiðasta stigið, sérstaklega í andrúmsloftinu í dag þar sem fólk og flutningar milli landa eru mikið hitamál,“ sagði Hilmar Veigar á fundi um breytt umhverfi nýsköpunarfyrirtækja sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins fyrir helgi.Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, fagnar því að veiti eigi erlendum sérfræðingum skattaafslátt.Hilmar Veigar segir að fyrirtæki geti komið í veg fyrir mörg mistök með því að ráða erlenda sérfræðinga í stað þess að reyna að finna upp hjólið í sífellu. „Við erum með mikið af útlendingum sem vinna hér á Íslandi. Á fyrstu árunum vorum við fyrst og fremst að flytja inn sérfræðinga. En núna eftir því sem fyrirtækið hefur vaxið erum við annaðhvort að flytja inn stjórnendur eða fólk sem er rosalega alþjóðlega hreyfanlegt,“ sagði hann. Hilmar Veigar sagði að það fylgdi því mikill aukakostnaður að flytja á milli landa og það væri mikil alþjóðleg samkeppni um hæft vinnuafl. „Og þá er fólk að bera saman, á ég að fara til Svíþjóðar, þar sem er rosalega gott kerfi í kringum svona hluti, eða Danmerkur eða Kanada, þar sem er gengið mjög langt? Eða til Íslands þar sem virðist ekki vera neinn svakalegur áhugi á að byggja undir þetta? Þannig að þetta er mjög gott skref.“ Hilmar Veigar bar þörfina í atvinnulífinu fyrir uppbyggingu með erlendum sérfræðingum saman við uppbyggingu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Þetta er mikið uppbyggingarstarf sem er búið að fara mjög vel yfir. Þetta er búið að vera áratuga uppbygging í fótboltavöllum, leiðtogaþjálfun og það er bara búið að setja þetta mál hressilega á dagskrá,“ sagði hann. Á síðustu metrunum hafi svo verið fenginn erlendur sérfræðingur með mikla reynslu til landsins. Hann hafi tekið saman við Íslending sem er tannlæknir í hálfu starfi og það hafi skilað sér þetta langt og vonandi lengra. „Og þetta er ekki ósvipað,“ sagði Hilmar Veigar á fundinum. Þrjú skilyrði settUppfylla þarf tiltekin skilyrði til þess að erlendur sérfræðingur fái skattafslátt. Þau eru: a. Erlendur sérfræðingur sé ráðinn til starfa hjá lögaðila sem hefur lögheimili eða fasta starfsstöð hér á landi og er sá sem greiðir hinum erlenda starfsmanni tekjur sem sérfræðingi. b. Erlendur sérfræðingur hafi ekki verið búsettur eða heimilisfastur hér á landi á fimm ára tímabili næst á undan því almanaksári er hann hóf störf hér á landi. c. Erlendur sérfræðingur búi yfir þekkingu sem ekki sé fyrir hendi hér á landi nema í litlum mæli. Gert er ráð fyrir að sjálfstæð nefnd muni fara yfir skriflegar umsóknir og staðfesta eða hafna umsókn um að tiltekinn aðili uppfylli skilyrði. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fjórðungur tekna erlendra sérfræðinga sem koma hingað til starfa er undanskilinn skatti, samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru 2. júní síðastliðinn. Um er að ræða lög um breytingu á ýmsum lögum til að styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja og smærri fyrirtækja í vexti. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir að þetta ákvæði i lögunum sé mikið framfaraspor. „Ég var pínulítið hissa að þetta skref var stigið. Ég hélt að þetta skref yrði erfiðasta stigið, sérstaklega í andrúmsloftinu í dag þar sem fólk og flutningar milli landa eru mikið hitamál,“ sagði Hilmar Veigar á fundi um breytt umhverfi nýsköpunarfyrirtækja sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins fyrir helgi.Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, fagnar því að veiti eigi erlendum sérfræðingum skattaafslátt.Hilmar Veigar segir að fyrirtæki geti komið í veg fyrir mörg mistök með því að ráða erlenda sérfræðinga í stað þess að reyna að finna upp hjólið í sífellu. „Við erum með mikið af útlendingum sem vinna hér á Íslandi. Á fyrstu árunum vorum við fyrst og fremst að flytja inn sérfræðinga. En núna eftir því sem fyrirtækið hefur vaxið erum við annaðhvort að flytja inn stjórnendur eða fólk sem er rosalega alþjóðlega hreyfanlegt,“ sagði hann. Hilmar Veigar sagði að það fylgdi því mikill aukakostnaður að flytja á milli landa og það væri mikil alþjóðleg samkeppni um hæft vinnuafl. „Og þá er fólk að bera saman, á ég að fara til Svíþjóðar, þar sem er rosalega gott kerfi í kringum svona hluti, eða Danmerkur eða Kanada, þar sem er gengið mjög langt? Eða til Íslands þar sem virðist ekki vera neinn svakalegur áhugi á að byggja undir þetta? Þannig að þetta er mjög gott skref.“ Hilmar Veigar bar þörfina í atvinnulífinu fyrir uppbyggingu með erlendum sérfræðingum saman við uppbyggingu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Þetta er mikið uppbyggingarstarf sem er búið að fara mjög vel yfir. Þetta er búið að vera áratuga uppbygging í fótboltavöllum, leiðtogaþjálfun og það er bara búið að setja þetta mál hressilega á dagskrá,“ sagði hann. Á síðustu metrunum hafi svo verið fenginn erlendur sérfræðingur með mikla reynslu til landsins. Hann hafi tekið saman við Íslending sem er tannlæknir í hálfu starfi og það hafi skilað sér þetta langt og vonandi lengra. „Og þetta er ekki ósvipað,“ sagði Hilmar Veigar á fundinum. Þrjú skilyrði settUppfylla þarf tiltekin skilyrði til þess að erlendur sérfræðingur fái skattafslátt. Þau eru: a. Erlendur sérfræðingur sé ráðinn til starfa hjá lögaðila sem hefur lögheimili eða fasta starfsstöð hér á landi og er sá sem greiðir hinum erlenda starfsmanni tekjur sem sérfræðingi. b. Erlendur sérfræðingur hafi ekki verið búsettur eða heimilisfastur hér á landi á fimm ára tímabili næst á undan því almanaksári er hann hóf störf hér á landi. c. Erlendur sérfræðingur búi yfir þekkingu sem ekki sé fyrir hendi hér á landi nema í litlum mæli. Gert er ráð fyrir að sjálfstæð nefnd muni fara yfir skriflegar umsóknir og staðfesta eða hafna umsókn um að tiltekinn aðili uppfylli skilyrði.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira