Fótbolti

Stríddu Dúllunni vegna skorts á hyllingu í Garðabæ

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. vísir/anton
„Verði ykkur að góðu. Maður hefur verið hálfklökkur alla leiðina frá Keflavík. Það var fólk að heilsa okkur alla leiðina nema rétt í Garðabæ. Siggi dúlla fékk að heyra það vegna þess,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annars landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins, við Sjónvarp Símans við komuna á lögreglustöðina í Reykjavík.

Landsliðið verður hyllt á Arnarhóli innan skamms. Tveggja hæða strætó mun ferja strákana um miðbæinn og enda niðri í bæ.

„Við erum þakklátir fyrir stuðninginn, hann hefur verið magnaðir. Við töpuðum stórt í gær og þegar Frakkarnir höfðu unnið þá hurfu áhorefndur þeirra. Áhorfendur okkar hylltu strákana og við hylltum þá. Það var yndisleg tilfinning.“

Lars Lagerbäck, hinn landsliðsþjálfarinn, kveður Íslands nú og Heimir mun vera einn með liðið í næstu undankeppni. „Við höfum verið saman núna í fjögur ár,“ sagði Heimir. „Ég hljóma núna eins og við séum hjón.“

„Við höfum lært mikið af Lars. Þú getur aldrei lært allt á reynslunni og við erum heppnir að fá mann sem hefur varið allri sinni ævi í að þjálfa landslið til að skila sinni reynslu til okkar.“

Aðspurður um hvað tekur nú við sagði Heimir að hann vonaðist til að komast til Vestmannaeyja á morgun. „Ég vona að ég geti hitt fólkið mitt og fengið orku frá Heimakletti og náttúrunni þarna,“ sagði Heimir að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×