Þessi tölfræði svíður: England unnið öll liðin í undanúrslitum EM á síðustu 12 mánuðum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júlí 2016 21:15 vísir/epa Enska landsliðið í fótbolta féll sem kunnugt er úr leik á EM í Frakklandi eftir 2-1 tap fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum fyrir viku síðan. Enskir fjölmiðlar fóru hörðum orðum um frammistöðu enska liðsins sem vann aðeins einn leik af fjórum á EM. Strax eftir leikinn gegn Íslandi sagði landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson upp störfum. Englendingar unnu alla 10 leiki sína í undankeppni EM 2016 og gekk vel í aðdraganda mótsins. Sú tölfræði sem svíður hvað sárast fyrir stuðningsmenn enska landsliðsins er að England hefur unnið öll fjögur liðin sem eru komin í undanúrslit á EM á undanförnum 12 mánuðum.4 - England have beaten all four of the #Euro2016 semi-finalists in the last 12 months. Champions. — OptaJoe (@OptaJoe) July 4, 2016Englendingar unnu 2-0 sigur á Frökkum í vináttulandsleik á Wembley 17. nóvember 2015 með mörkum frá Dele Alli og Wayne Rooney. Í næsta vináttulandsleik Englands, 26. mars 2016, vann liðið frábæran 2-3 sigur á Þýskalandi á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Englendingar lentu 2-0 undir í seinni hálfleik en sneru dæminu sér í vil. Harry Kane, Jamie Vardy og Eric Dier skoruðu mörk enska liðsins í þessum endurkomusigri. Í síðasta vináttulandsleiknum fyrir EM, 2. júní 2016, vann England svo 1-0 sigur á Portúgal á Wembley. Chris Smalling skoraði eina mark leiksins á 86. mínútu. Loks unnu Englendingar 2-1 sigur á Wales í annarri umferð riðlakeppninnar á EM. Leikurinn fór fram á Stade Bollaert-Delelis í Lens. Gareth Bale kom Wales yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 42. mínútu en Vardy jafnaði metin eftir 11 mínútna leik í seinni hálfleik. Það var svo Daniel Sturridge sem tryggði Englandi sigurinn þegar hann skoraði í uppbótartíma. Þrátt fyrir þessa góðu sigra þurfa ensku leikmennirnir að horfa á liðin sem þeir unnu spila í undanúrslitum á meðan þeir þurfa að horfa á leikina í sjónvarpinu í stað þess að spila sjálfir. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Enska landsliðið í fótbolta féll sem kunnugt er úr leik á EM í Frakklandi eftir 2-1 tap fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum fyrir viku síðan. Enskir fjölmiðlar fóru hörðum orðum um frammistöðu enska liðsins sem vann aðeins einn leik af fjórum á EM. Strax eftir leikinn gegn Íslandi sagði landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson upp störfum. Englendingar unnu alla 10 leiki sína í undankeppni EM 2016 og gekk vel í aðdraganda mótsins. Sú tölfræði sem svíður hvað sárast fyrir stuðningsmenn enska landsliðsins er að England hefur unnið öll fjögur liðin sem eru komin í undanúrslit á EM á undanförnum 12 mánuðum.4 - England have beaten all four of the #Euro2016 semi-finalists in the last 12 months. Champions. — OptaJoe (@OptaJoe) July 4, 2016Englendingar unnu 2-0 sigur á Frökkum í vináttulandsleik á Wembley 17. nóvember 2015 með mörkum frá Dele Alli og Wayne Rooney. Í næsta vináttulandsleik Englands, 26. mars 2016, vann liðið frábæran 2-3 sigur á Þýskalandi á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Englendingar lentu 2-0 undir í seinni hálfleik en sneru dæminu sér í vil. Harry Kane, Jamie Vardy og Eric Dier skoruðu mörk enska liðsins í þessum endurkomusigri. Í síðasta vináttulandsleiknum fyrir EM, 2. júní 2016, vann England svo 1-0 sigur á Portúgal á Wembley. Chris Smalling skoraði eina mark leiksins á 86. mínútu. Loks unnu Englendingar 2-1 sigur á Wales í annarri umferð riðlakeppninnar á EM. Leikurinn fór fram á Stade Bollaert-Delelis í Lens. Gareth Bale kom Wales yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 42. mínútu en Vardy jafnaði metin eftir 11 mínútna leik í seinni hálfleik. Það var svo Daniel Sturridge sem tryggði Englandi sigurinn þegar hann skoraði í uppbótartíma. Þrátt fyrir þessa góðu sigra þurfa ensku leikmennirnir að horfa á liðin sem þeir unnu spila í undanúrslitum á meðan þeir þurfa að horfa á leikina í sjónvarpinu í stað þess að spila sjálfir.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira