Lennon reynir að útskýra tístið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júlí 2016 15:27 vísir/vilhelm/epa Skotinn Steven Lennon, leikmaður Íslandsmeistara FH, er ekki vinsælasti maðurinn á Íslandi eftir tíst hans um íslenska landsliðið í gær.Þegar Frakkar komust í 2-0 gegn Íslendingum í 8-liða úrslitum EM í Frakklandi í gærkvöldi tísti Lennon að loksins væri alvöru fótbolti að hafa betur á mótinu.Finally proper football is coming out on top in this tournament. — StevenLennon (@StevenLennon_10) July 3, 2016Þetta tíst Lennon fór afar illa í landann og margir létu Skotann heyra það, þ.á.m. Hjörvar Hafliðason og Ólafur Kristjánsson. Lennon birti fyrir skemmstu einhvers konar útskýringu á orðum sínum á Twitter. Þar segist hann bera mikla virðingu fyrir íslenskum fótbolta og afrekum landsliðsins á EM 2016. Lennon segir að tístið hafi ekki beinst að íslenska liðinu né leikmönnum þess. Hann hafi einfaldlega glaðst yfir því að sjá fótbolta sem er honum að skapi og hann hefði sagt það sama hefði Ísland skorað þessi mörk snemma í leiknum. Lennon sagðist jafnframt vonast til að Skotland kæmist á HM 2018 í Rússlandi, þótt sú von væri veik. Lennon verður væntanlega í eldlínunni þegar FH sækir Þrótt heim í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla í dag.Leikurinn hefst klukkan 17:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.pic.twitter.com/gmkrnY7jTX— StevenLennon (@StevenLennon_10) July 4, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Skotinn Steven Lennon, leikmaður Íslandsmeistara FH, er ekki vinsælasti maðurinn á Íslandi eftir tíst hans um íslenska landsliðið í gær.Þegar Frakkar komust í 2-0 gegn Íslendingum í 8-liða úrslitum EM í Frakklandi í gærkvöldi tísti Lennon að loksins væri alvöru fótbolti að hafa betur á mótinu.Finally proper football is coming out on top in this tournament. — StevenLennon (@StevenLennon_10) July 3, 2016Þetta tíst Lennon fór afar illa í landann og margir létu Skotann heyra það, þ.á.m. Hjörvar Hafliðason og Ólafur Kristjánsson. Lennon birti fyrir skemmstu einhvers konar útskýringu á orðum sínum á Twitter. Þar segist hann bera mikla virðingu fyrir íslenskum fótbolta og afrekum landsliðsins á EM 2016. Lennon segir að tístið hafi ekki beinst að íslenska liðinu né leikmönnum þess. Hann hafi einfaldlega glaðst yfir því að sjá fótbolta sem er honum að skapi og hann hefði sagt það sama hefði Ísland skorað þessi mörk snemma í leiknum. Lennon sagðist jafnframt vonast til að Skotland kæmist á HM 2018 í Rússlandi, þótt sú von væri veik. Lennon verður væntanlega í eldlínunni þegar FH sækir Þrótt heim í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla í dag.Leikurinn hefst klukkan 17:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.pic.twitter.com/gmkrnY7jTX— StevenLennon (@StevenLennon_10) July 4, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira