Fimmta leikinn í röð byrja sömu ellefu mennirnir og byrjuðu fyrsta leikinn gegn Portúgal í riðlakeppninni en Lars og Heimir hafa haldið sig við þetta byrjunarlið allt mótið.
Níu leikmenn í byrjunarliðinu er á gulu spjaldi en þeir einu tveir sem „mega“ fá gult í kvöld eru Ragnar Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson. Fái einhver af hinum níu gult spjald verða þeir í banni í undanúrslitunum gegn Þýskalandi komist strákarnir okkar þangað.
Leikurinn er í beinni textalýsingu hér.
Byrjunarliðið (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson - Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson, Kári Árnason, Ari Freyr Skúlason - Jóhann Berg Guðmundsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason - Jón Daði Böðvarsson, Kolbeinn Sigþórsson.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
BYRJUNARLIÐ ÍSLANDS!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 3, 2016
ICELAND STARTING LINEUP!#ISL vs #FRA @UEFAEURO pic.twitter.com/wHcxKKDLhm