Fótbolti

Þrjár systur í París: „Andskotans sama hvernig þetta fer“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þrjár glæsilegar systur.
Þrjár glæsilegar systur. mynd/skjáskot
Kolbeinn Tumi Daðason hitti fyrir þrjár glæsilegar systur þegar Vísir var í beinni útsendingu frá Moulin Rouge-hverfinu í París en þar hita Íslendingar upp fyrir stórleikinn gegn Frakklandi í kvöld.

Systurnar eru meira en lítið ánægðar með frammistöðu strákana okkar á Evrópumótinu og verða svo sannarlega ekki fúlar ef þeir tapa í kvöld.

„Mér er andskotans sama hvernig þetta fer, strákarnir eru búnir að gera þjóðinni svo gott,“ sagði ein þeirra. „Strákarnir eru búnir að sameina þjóðina. Við erum sem einn maður.“

Aðspurð hver væri hennar uppáhaldsleikmaður var hún fljót að svara: „Gylfi Þór. Hann er svo yndislegur og svo er hann búinn að standa sig ótrúlega vel.“

Viðtalið við systurnar glæsilegu hefst eftir 7 mínútur og 44 sekúndur

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×