Fótbolti

„Það verða 80.000 á vellinum í kvöld en það mun bara heyrast í okkur“ | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bláa hafið.
Bláa hafið. vísir/vilhelm
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins hafa vakið mikla athygli á Evrópumótinu fyrir frábæran stuðning við strákana okkar og víkingaklappið er orðið þekktasta stuðningsmannahróp í heiminum.

Íslendingar eru búnir að hertaka París en allir eru að undirbúa sig fyrir stórleikinn gegn Frakklandi í átta liða úrslitum EM sem fram fer á Stade de France í kvöld.

Englendingar eru fallnir úr keppni þökk sé íslenska liðinu en á Twitter-síðu BBC og Match of the Day má finna skemmtilegt innslag þar sem íslenskir stuðningsmenn ræða leikinn í kvöld og kenna svo heimsbyggðinni að taka víkingaklappið.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Hannes heldur á höfði Hodgson

Heimsbyggðin fylgist heldur betur með strákunum okkar í Frakklandi og þeir koma við sögu í fjölmiðlum út um allan heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×