Fótbolti

Víkingaherópið við Rauðu Mylluna | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Um 1.000 Íslendingar voru mættir á O'Sullivans-barinn við Moulin Rouge í París í gærkvöldi þar sem Tólfan var með skipulagðan hitting fyrir íslenska stuðningsmenn.

Fljótlega eftir að vítaspyrnukeppni Ítalíu og Þýskalands lauk fór gatan beint fyrir utan barinn að fyllast af Íslendingum sem gerðu sér glaðan dag og hituðu rækilega upp fyrir leikinn í kvöld.

Trommari Tólfunnar sló taktinn í Víkingaherópinu fræga sem er búið að gera íslenska stuðningsmenn heimsfræga. Frakkar og túristar sem voru á svæðinu stóðu agndofa þegar Íslendingarnir klöppuðu og huh!-uðu saman.

Blaðamaður Vísis náði myndbandi af einu víkingaklappi en það má sjá í spilaranum hér að ofan. Svona var stemningin við Rauðu Mylluna í gækvöldi.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×