Fótbolti

Kóngurinn í Kópacabana verður í flottustu treyjunni á Stade de France í kvöld

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hilmar Jökull Stefánsson eldhress í hádeginu í París í dag.
Hilmar Jökull Stefánsson eldhress í hádeginu í París í dag. vísir/tom
Sumir hafa betri sambönd en aðrir og það á svo sannarlega við um Hilmar Jökul Stefánsson, einn af 8.000 stuðningsmönnum íslenska landsliðsins, sem verður á Stade de France í kvöld þegar strákarnir okkar mæta Frakklandi í átta liða úrslitum EM 2016.

Á meðan fjölmargir Íslendingar hafa verið að reyna að redda sér íslensku landsliðsstreyjunni sem er uppseld náði Hilmar bara ekki að fá treyju heldur er hann mættur til Parísar í líklega flottustu treyjunni af öllum.

Hilmar Jökull er einn af okkar öflugustu mönnum í stúkunni enda er hann þrautreyndur úr Pepsi-deildinni þar sem hann stýrir Kópacabana, stuðningsmannasveit Breiðabliks.

Hann er í hefðbundinni íslenskri landsliðstreyju nema framan á henni má sjá alla leiki strákanna okkar á mótinu. Skemmtileg áminning um að íslenska liðið er ekki enn búið að tapa leik á Evrópumótinu.

Nú er bara spurning um hvort Hilmar þurfi að láta prenta þriðja sigurinn í röð á treyjuna til að vera mættur með hana uppfærða í Marseille á fimmtudaginn.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×