Fótbolti

EM í dag: Heilagur leikdagur í París - amen

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Það er leikdagur í París. Strákarnir okkar mæta gestgjöfum Frakklands í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta á Stade de France klukkan 21.00 að staðartíma í kvöld.

Verkefnið er erfitt og því röltu þeir Tómas Þór Þórðarson og Kolbeinn Tumi Daðason að kirkju hinna heilögu hjarta í París til að sækja innblástur og fá hjálp frá æðri máttarvöldum en um er að ræða einn fallegasta staðinn í París.

Þennan 22. þátt af EM í dag, daglegum þætti fréttateymis Vísis frá Evrópumótinu, má sjá í spilaranum hér að ofan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×