Fótbolti

Ekki bara Frakkar sem eiga yndislegar minningar frá Stade de France heldur við líka

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Í kvöld mæta strákarnir okkar heimamönnum í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. Leikurinn fer fram á Stade de France í París þaðan sem Frakkar, og strákarnir okkar eiga góðar minningar.

ATH: Fréttin er myndræn en hana má sjá í spilaranum að ofan

Það var á Stade de France sem Frakkar fögnuðu sínum fyrsta og eina heimsmeistaratitli eftir 3-0 sigur á Brasilíu árið 1998. Zinedine Zidane skoraði tvö skallamörk í markið þarna og Frakkar fögnuðu.

Ári síðar mættu Íslendingar í heimsókn í lokaleiknum í undankeppni fyrir EM 2000. Þvílíkur leikur. Hver man ekki eftir markinu hans Eyjólfs Sverrissonar? Já, Rúnar Kristinsson hló að þessu marki Eyjólfs, brosti út að eyrum. Þetta var ótrúlegt og nokkrum mínútum síðar sluppu þeir Brynjar Björn Gunnarsson einir í gegn, á þetta sama mark. Staðan orðin 2-2.

Við töpuðum reyndar leiknum en frábær frammistaða og minningin lifir enn. Við eigum samt enn betri minningu héðan frá Stade de France. Aðeins tíu daga gamla þegar við lögðum Austurríki 2-1 að velli í lokaleiknum í riðlinum.



Það er ekki hægt að segja annað en að við Íslendingar eigum magnaðar minningar héðan frá Stade de France og vonandi tekst strákunum okkar og átta þúsund stuðningsmönnum að skapa fleiri í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×