Hinseginleikinn brýtur niður staðalmyndir á Snapchat Una Sighvatsdóttir skrifar 2. júlí 2016 22:30 Á Snapchat eru sagðar stuttar sögur úr daglegu lífi á myndrænu formi. Fyrir tveimur vikum opnaði þar ný rás þar sem hinsegin fólk á Íslandi skiptist á að segja frá sínum veruleika. Stofnendurnir, þær María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir, ákváðu að nýta sér þennan miðil eftir að hafa farið milli framhaldsskóla til að ræða við ungmenni um staðalmyndir. „Þegar við tölum við ungt fólk á þessum fyrirlestrum þá höfum við einmitt fengið svo ótrúlega mikið af spurningum, af því fólk virðist oft ekki vita nákvæmlega hvað felst í þessum hugmyndum eis og intersex eða kynsegin og fleiri hugtökum sem fólk veit ekki hvað þýða,“ segir Ingileif. Sjálfar hafa Mara Rut og Ingileif fundið fyrir því hvað staðalmyndir geta þvælst mikið fyrir, því fólk trúir því gjarnan ekki í fyrstu að þær séu par. „Við kannski pössuðum ekki inn í þessa staðalímynd af lesbíum sem hafði lengið fengið að grassera,“ segir Ingileif. „Með þessu viljum við líka sýna að hinsegin fólk er alls konar. Það lítur ekki bara svona út og gerir ekki bara svona hluti.“ Hinseginleikinn er fjölbreyttur því reglulega taka gestir við stjórninni. Um daginn sagði til dæmis transmaðurinn Henrý Steinn frá sínum degi með þriggja ára dóttur sinni og nú um helgina er hægt að fylgjast með undirbúningi hinsegin brúðkaups á Drangsnesi. „Þarna erum við líka að passa upp á það að vera með alla hinsegin flóruna undir,“ segir María Rut. „Ekki bara homma og lesbíur og transfólk heldur líka allt sem heyrir undir hinsegin regnhlífina. Þannig að ég held það sé mjög forvitnilegt fyrir alla að fylgjast með þessu.“ Hatursárásin á skemmtistað samkynhneigðra í Orlandi í júní, sem er mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjana, var það sem ýtti Maríu og Ingileif út í að stofna Hinseginleikann til að stuðla að því að fræða fólk og upplýsa. Því þótt réttindi hinsegin fólks séu langt komin á Íslandi vantar enn heilmikið upp á skilning og meðvitund, að sögn Maríu Rutar. „Sérstaklega þegar kemur að transfólki og intersex fólki, réttindabarátta samkynhneigðra er kannski komin á góðan stað en það eru alveg klárlega hlutir sem snúa að þessum hópum sem eru ekki í lagi á Íslandi í dag.“ Hinseginleikinn er öllum opinn og áhugasamir geta fylgst með á Snapchat. Hinsegin Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Á Snapchat eru sagðar stuttar sögur úr daglegu lífi á myndrænu formi. Fyrir tveimur vikum opnaði þar ný rás þar sem hinsegin fólk á Íslandi skiptist á að segja frá sínum veruleika. Stofnendurnir, þær María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir, ákváðu að nýta sér þennan miðil eftir að hafa farið milli framhaldsskóla til að ræða við ungmenni um staðalmyndir. „Þegar við tölum við ungt fólk á þessum fyrirlestrum þá höfum við einmitt fengið svo ótrúlega mikið af spurningum, af því fólk virðist oft ekki vita nákvæmlega hvað felst í þessum hugmyndum eis og intersex eða kynsegin og fleiri hugtökum sem fólk veit ekki hvað þýða,“ segir Ingileif. Sjálfar hafa Mara Rut og Ingileif fundið fyrir því hvað staðalmyndir geta þvælst mikið fyrir, því fólk trúir því gjarnan ekki í fyrstu að þær séu par. „Við kannski pössuðum ekki inn í þessa staðalímynd af lesbíum sem hafði lengið fengið að grassera,“ segir Ingileif. „Með þessu viljum við líka sýna að hinsegin fólk er alls konar. Það lítur ekki bara svona út og gerir ekki bara svona hluti.“ Hinseginleikinn er fjölbreyttur því reglulega taka gestir við stjórninni. Um daginn sagði til dæmis transmaðurinn Henrý Steinn frá sínum degi með þriggja ára dóttur sinni og nú um helgina er hægt að fylgjast með undirbúningi hinsegin brúðkaups á Drangsnesi. „Þarna erum við líka að passa upp á það að vera með alla hinsegin flóruna undir,“ segir María Rut. „Ekki bara homma og lesbíur og transfólk heldur líka allt sem heyrir undir hinsegin regnhlífina. Þannig að ég held það sé mjög forvitnilegt fyrir alla að fylgjast með þessu.“ Hatursárásin á skemmtistað samkynhneigðra í Orlandi í júní, sem er mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjana, var það sem ýtti Maríu og Ingileif út í að stofna Hinseginleikann til að stuðla að því að fræða fólk og upplýsa. Því þótt réttindi hinsegin fólks séu langt komin á Íslandi vantar enn heilmikið upp á skilning og meðvitund, að sögn Maríu Rutar. „Sérstaklega þegar kemur að transfólki og intersex fólki, réttindabarátta samkynhneigðra er kannski komin á góðan stað en það eru alveg klárlega hlutir sem snúa að þessum hópum sem eru ekki í lagi á Íslandi í dag.“ Hinseginleikinn er öllum opinn og áhugasamir geta fylgst með á Snapchat.
Hinsegin Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira