Fótbolti

Sjáðu blaðamannafund strákanna á Stade de France í heild sinni | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, og þjálfararnir tveir; Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, sátu fyrir svörum á opinberum UEFA-blaðamannafundi á Stade de France í Saint-Denis í dag

Þar svöruðu þeir spurningum fjölmiðla um leik Frakklands og Íslands í átta liða úrslitum EM 2016 í fótbolta sem fram fer á þjóðarleikvangi Frakkar klukkan 21.00 að staðartíma annað kvöld.

Frakkland vann A-riðilinn með sjö stig og lagði svo Írland, 2-1, í 16 liða úrslitum eftir að lenda 1-0 undir. Ísland hafnaði í öðru sæti B-riðils með fimm stig og komst í átta liða úrslitin með sigri á Englandi, 2-1, eftir að lenda 1-0 undir.

Blaðamannafundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi og má sjá upptöku af honum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má líka lesa textalýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×