Fótbolti

Þetta sögðu Lloris og Dechamps á blaðamannafundi franska liðsins

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hugo Lloris stendur vaktina í markinu á morgun.
Hugo Lloris stendur vaktina í markinu á morgun. vísir/epa
Hugo Lloris, markvörður og fyrirliði franska landsliðsins í fótbolta, og landsliðsþjálfarinn Didier Dechamps sátu fyrir svörum á UEFA-blaðamannafundi á Stade de France klukkan 09.00 að íslenskum tíma í morgun

Umræðuefnið var að sjálfsögðu leikurinn í átta liða úrslitum EM á Stade de France á morgun þar sem gestgjafarnir mæta strákunum okkar í íslenska landsliðinu klukkan 21.00 að staðartíma.

Frakkar unnu sinn riðil og tóku svo Íra í 16 liða úrslitunum, 2-1, eftir að lenda undir en Ísland vann England, 2-1, í 16 liða úrslitunum.

Fundurinn var í beinni textalýsingu á Twitter-síðu Vísis en hér að neðan má sjá það sem bæði fyrirliðinn og þjálfarinn sögðu á fundinum.


Tengdar fréttir

Hittir beint í hjartastað

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson missti af fæðingu sonar síns þegar íslenska landsliðið var á leið á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×