EM-dagbókin: Frá jafnteflissigrum yfir í tröllatrú á hið ómögulega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2016 06:00 Þórður Guðjónsson, Rúnar Kristinsson og Birkir Kristinsson eftir leikinn fræga gegn Frökkum, 1-1 jafnteflið,árið 1998. vísir/hilmar Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum. Atli Eðvaldsson skoraði með hælspyrnu undir lokin og minnkaði muninn í 2-1 í tapi gegn Eric Cantona, Jean Pierre Papin og fleiri stjörnum á Laugardalsvellinum þegar ég var átta ára. Leikurinn var í undankeppni EM 1992. Galdramaðurinn Atli með mark og eins marks tap eitthvað sem hægt var að vera nokkuð sáttur við. Í seinni leiknum í Frakklandi var Birkir Kristinsson í banastuði en það dugði ekki í 3-1 tapi. Aftur minnkaði Ísland muninn þegar ungur strákur frá Sauðárkróki skoraði undir lokin. Eyjólfur Sverrisson átti eftir að koma aftur við sögu gegn Frökkum. Spólum nokkur ár fram í tímann þegar heimsmeistararnir mættu á Laugardalsvöll haustið 1998. Sextán ára bólugrafinn strákur mætti og fékk bolamyndir af sér með frönsku snillingunum. Einn á hótelganginum þegar Youri Djorkaeff og Zinedine Zidane koma gangandi í áttina til þín, hvað gerirðu? Jú, þú biður Djorkaeff um að taka myndina af þér og Zidane. Þeir hlógu.Eyjólfur Sverrisson hefur of komið við sögu í leikjum gegn Frakklandi.Vísir/Anton BrinkÞegar Frakkarnir hlógu Þeir voru ennþá hlæjandi þegar Jóhann Friðgeir kveikti í þeim með franska þjósöngnum. Stuðningsmenn fögnuðu hverju innkasti og fyrrnefndur Eyjólfur valdi sér góðan stað þegar markvörðurinn Fabian Barthez ætlaði í úthlaup. 1-0 fyrir Ísland, Rikki Daða með markið og í nokkrar mínútur vorum við á toppi tilverunnar. Skipti litlu þótt Frakkar jöfnuðu. Hvert innkast, bolti úr leik, var eins og mark fyrir okkur og jafntefli, toppað með kossi Ingólfs Hannessonar á þjálfarann Guðjón Þórðarson, var ígildi sigurs. Fyrir seinni leikinn í París, jú Stade de France, áttum við möguleika á að komast í lokakeppni EM 2000. Verkefnið var metnaðarfullt en á ótrúlegum kafla tókst okkur að jafna metin í 2-2, enn skoraði Eyjólfur, eftir að hafa lent undir 2-0. 3-2 tap varð staðreynd en í minningunni sigruðum við Frakka, allavega næstum því. Enginn svekkti sig á úrslitunum, þannig séð. Frammistaðan var stórkostleg. Þetta var þá. Frakkar eru vanir því að taka gull á heimavelli, gerðu það á EM 1984 og aftur á HM 1998. Þeir eru með afar sterkt lið og þrátt fyrir aðdáunarverða frammistöðu Íslands á enginn í Frakkaríki von á öðru en sigri á morgun. Þeir þykja líklegastir hjá verðbönkum til að standa uppi sem Evrópumeistarar en Íslendingar standa í veginum. Strákar sem hafa, ólíkt okkar fyrri landsliðum sem hafa náð jafnteflum, „næstum því unnið“ eða steinlegið, mikla trú á að þeir geti sigrað Frakka.Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck hafa náð frábærum árangri með íslenska liðið.vísir/gettySeinni hluti ævintýrisins að hefjast Lars Lagerbäck var nýtekinn við þegar við komust í 2-0 gegn Frökkum í æfingaleik á franskri grundu 2012. Leikurinn tapaðist reyndar 3-2 en gaf vísbendingu um hvað væri í vændum undir stjórn Svíans. Við eigum frábærar minningar frá Stade de France, aðeins tíu daga gamlar, þegar okkar menn tóku Austurríki. Nú mæta strákarnir á sama stað, með enn meira sjálfstraust og klárir í að skrifa næsta kafla í EM-ævintýrið. Í Hollywood er alveg ljóst hvernig leikurinn á morgun færi. Strákarnir með sérstöku eftirnöfnin frá landi íss færast nær takmarkinu ómögulega og ekki gleyma „þið munuð aldrei vinna neitt“ ummælunum. Vonda liðið, með skúrkinn Rögnvald Reginskitu, mjakar sér líka áfram í úrslitaleikinn án þess að vinna leik í venjulegum leiktíma. Við erum komin í seinni hluta ævintýrisins hjá söguhetjunum, fótboltastrákum frá Íslandi, sem þjóðin trúir að geti gert hvað sem er eftir landvinningana undanfarnar vikur. Okkar menn, stolt Íslands. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira
Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum. Atli Eðvaldsson skoraði með hælspyrnu undir lokin og minnkaði muninn í 2-1 í tapi gegn Eric Cantona, Jean Pierre Papin og fleiri stjörnum á Laugardalsvellinum þegar ég var átta ára. Leikurinn var í undankeppni EM 1992. Galdramaðurinn Atli með mark og eins marks tap eitthvað sem hægt var að vera nokkuð sáttur við. Í seinni leiknum í Frakklandi var Birkir Kristinsson í banastuði en það dugði ekki í 3-1 tapi. Aftur minnkaði Ísland muninn þegar ungur strákur frá Sauðárkróki skoraði undir lokin. Eyjólfur Sverrisson átti eftir að koma aftur við sögu gegn Frökkum. Spólum nokkur ár fram í tímann þegar heimsmeistararnir mættu á Laugardalsvöll haustið 1998. Sextán ára bólugrafinn strákur mætti og fékk bolamyndir af sér með frönsku snillingunum. Einn á hótelganginum þegar Youri Djorkaeff og Zinedine Zidane koma gangandi í áttina til þín, hvað gerirðu? Jú, þú biður Djorkaeff um að taka myndina af þér og Zidane. Þeir hlógu.Eyjólfur Sverrisson hefur of komið við sögu í leikjum gegn Frakklandi.Vísir/Anton BrinkÞegar Frakkarnir hlógu Þeir voru ennþá hlæjandi þegar Jóhann Friðgeir kveikti í þeim með franska þjósöngnum. Stuðningsmenn fögnuðu hverju innkasti og fyrrnefndur Eyjólfur valdi sér góðan stað þegar markvörðurinn Fabian Barthez ætlaði í úthlaup. 1-0 fyrir Ísland, Rikki Daða með markið og í nokkrar mínútur vorum við á toppi tilverunnar. Skipti litlu þótt Frakkar jöfnuðu. Hvert innkast, bolti úr leik, var eins og mark fyrir okkur og jafntefli, toppað með kossi Ingólfs Hannessonar á þjálfarann Guðjón Þórðarson, var ígildi sigurs. Fyrir seinni leikinn í París, jú Stade de France, áttum við möguleika á að komast í lokakeppni EM 2000. Verkefnið var metnaðarfullt en á ótrúlegum kafla tókst okkur að jafna metin í 2-2, enn skoraði Eyjólfur, eftir að hafa lent undir 2-0. 3-2 tap varð staðreynd en í minningunni sigruðum við Frakka, allavega næstum því. Enginn svekkti sig á úrslitunum, þannig séð. Frammistaðan var stórkostleg. Þetta var þá. Frakkar eru vanir því að taka gull á heimavelli, gerðu það á EM 1984 og aftur á HM 1998. Þeir eru með afar sterkt lið og þrátt fyrir aðdáunarverða frammistöðu Íslands á enginn í Frakkaríki von á öðru en sigri á morgun. Þeir þykja líklegastir hjá verðbönkum til að standa uppi sem Evrópumeistarar en Íslendingar standa í veginum. Strákar sem hafa, ólíkt okkar fyrri landsliðum sem hafa náð jafnteflum, „næstum því unnið“ eða steinlegið, mikla trú á að þeir geti sigrað Frakka.Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck hafa náð frábærum árangri með íslenska liðið.vísir/gettySeinni hluti ævintýrisins að hefjast Lars Lagerbäck var nýtekinn við þegar við komust í 2-0 gegn Frökkum í æfingaleik á franskri grundu 2012. Leikurinn tapaðist reyndar 3-2 en gaf vísbendingu um hvað væri í vændum undir stjórn Svíans. Við eigum frábærar minningar frá Stade de France, aðeins tíu daga gamlar, þegar okkar menn tóku Austurríki. Nú mæta strákarnir á sama stað, með enn meira sjálfstraust og klárir í að skrifa næsta kafla í EM-ævintýrið. Í Hollywood er alveg ljóst hvernig leikurinn á morgun færi. Strákarnir með sérstöku eftirnöfnin frá landi íss færast nær takmarkinu ómögulega og ekki gleyma „þið munuð aldrei vinna neitt“ ummælunum. Vonda liðið, með skúrkinn Rögnvald Reginskitu, mjakar sér líka áfram í úrslitaleikinn án þess að vinna leik í venjulegum leiktíma. Við erum komin í seinni hluta ævintýrisins hjá söguhetjunum, fótboltastrákum frá Íslandi, sem þjóðin trúir að geti gert hvað sem er eftir landvinningana undanfarnar vikur. Okkar menn, stolt Íslands.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira