Gömlu kallarnir vilja erlendan landsliðsþjálfara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júlí 2016 22:30 Rooney, Hart og Milner verða hafðir með í ráðum þegar næsti landsliðsþjálfari verður ráðinn. vísir/epa Eldri og reyndari leikmönnum enska landsliðsins í fótbolta líst ekkert á þá Englendinga sem hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara og vilja fá erlendan þjálfara til að taka við liðinu. The Guardian greinir frá. Enska landsliðið er án þjálfara eftir að Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu eftir tapið fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi á mánudaginn.Gareth Southgate, þjálfari enska U-21 árs landsliðsins, var sterklega orðaður við starfið en hann hefur ekki áhuga á því. Leitin að næsta landsliðsþjálfara Englands hófst formlega í dag en Glenn Hoddle, fyrrverandi þjálfari enska landsliðsins, ku vera ofarlega á blaði hjá stjórnendum enska knattspyrnusambandsins.Glenn Hoddle kemur til greina sem næsti landsliðsþjálfari Englands.vísir/gettyFyrirliði landsliðsins, Wayne Rooney, og eldri og reyndari menn í hópnum á borð við Joe Hart, James Milner og Gary Cahill verða hafðir með í ráðum þegar kemur að því að ráða næsta landsliðsþjálfara. Þessum kjarna finnst lítið til þeirra þjálfara sem hafa verið orðaðir við þjálfarastarfið koma. Auk Southgate og Hoddle hafa enski þjálfarar eins og Alan Pardew, Steve Bruce, Eddie Howe og Sam Allardyce verið nefndir til sögunnar sem næsti landsliðsþjálfari Englands. Samkvæmt the Guardian hafði þessi andstaða Rooney og félaga áhrif á þá ákvörðun Southgate að sækjast ekki eftir landsliðsþjálfarastarfinu. Arsene Wenger, sem hefur stýrt Arsenal undanfarna tvo áratugi, hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarfið en ólíklegt þykir að hann taki það að sér. Meðal annarra erlendra þjálfara sem hafa verið nefndir til sögunnar sem næsti landsliðsþjálfari Englands má nefna Laurent Blanc, Jürgen Klinsmann og Slaven Bilic. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Sjá meira
Eldri og reyndari leikmönnum enska landsliðsins í fótbolta líst ekkert á þá Englendinga sem hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara og vilja fá erlendan þjálfara til að taka við liðinu. The Guardian greinir frá. Enska landsliðið er án þjálfara eftir að Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu eftir tapið fyrir Íslandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi á mánudaginn.Gareth Southgate, þjálfari enska U-21 árs landsliðsins, var sterklega orðaður við starfið en hann hefur ekki áhuga á því. Leitin að næsta landsliðsþjálfara Englands hófst formlega í dag en Glenn Hoddle, fyrrverandi þjálfari enska landsliðsins, ku vera ofarlega á blaði hjá stjórnendum enska knattspyrnusambandsins.Glenn Hoddle kemur til greina sem næsti landsliðsþjálfari Englands.vísir/gettyFyrirliði landsliðsins, Wayne Rooney, og eldri og reyndari menn í hópnum á borð við Joe Hart, James Milner og Gary Cahill verða hafðir með í ráðum þegar kemur að því að ráða næsta landsliðsþjálfara. Þessum kjarna finnst lítið til þeirra þjálfara sem hafa verið orðaðir við þjálfarastarfið koma. Auk Southgate og Hoddle hafa enski þjálfarar eins og Alan Pardew, Steve Bruce, Eddie Howe og Sam Allardyce verið nefndir til sögunnar sem næsti landsliðsþjálfari Englands. Samkvæmt the Guardian hafði þessi andstaða Rooney og félaga áhrif á þá ákvörðun Southgate að sækjast ekki eftir landsliðsþjálfarastarfinu. Arsene Wenger, sem hefur stýrt Arsenal undanfarna tvo áratugi, hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarfið en ólíklegt þykir að hann taki það að sér. Meðal annarra erlendra þjálfara sem hafa verið nefndir til sögunnar sem næsti landsliðsþjálfari Englands má nefna Laurent Blanc, Jürgen Klinsmann og Slaven Bilic.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti