Fótbolti

„Lars sendi okkur pillu og það er allt í góðu“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lars Lagerbäck á hóteli íslenska landsliðsins í Annecy.
Lars Lagerbäck á hóteli íslenska landsliðsins í Annecy. Vísir/Vilhelm
Frægt er orðið þegar Lars Lagerbäck sendi leikmönnum skilaboð þegar hann sagði á blaðamannafundi í vikunni að þjálfararnir hafi þurft að brýna fyrir leikmönnum að halda fullri einbeitingu þegar sumir þeirra mættu of seint í kvöldmat.

Aron Einar ræddi við Vísi nú síðdegis og fór meðal annars yfir þetta mál.

„Þetta var smá misskilningur en ég hef svo sem ekkert rætt það við Lars. Jú, það voru einhverjir seinir en þeir héldu að við þyrftum ekki að borða á hótelinu,“ sagði Aron Einar.

„En við erum allir að læra. Þetta heldur okkur á tánum. Hann sendi okkur pillu og það er allt í góðu. Þeir tveir ráða og það er þannig.“

„Þetta kveikti aðeins á mönnum aftur. Hann veit alveg hvað hann er að gera enda hefur hann gert þetta allt saman áður.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×