Fótbolti

„Ef einhver meiðir annan leikmann á hann erfiðan dag í vændum“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lars Lagerbäck ræddi stöðuna á leikmönnum Íslands í lok fundar í dag.
Lars Lagerbäck ræddi stöðuna á leikmönnum Íslands í lok fundar í dag. Vísir/Vilhelm
Lars Lagerbäck var spurður út í ástandið á leikmönnum landsliðsins á blaðamannafundi í Annecy í morgun. Það vakti athygli fjölmiðla, sem skiptu tugum á æfingu landsliðsins í gær, að Aron Einar Gunnarsson æfði ekki með liðinu.

Landsliðsfyrirliðinn hefur sem kunnugt er glímt við meiðsli og ekki gengið heill til skógar þótt það sé ekki að sjá á frammistöðu hans á mótinu.

Lars upplýsti að Aron Einar hefði ekki æft í gær samkvæmt ráðleggingum frá læknateyminu. Aron Einar hefði kennt sér meins í bakinu eftir leikinn gegn Englendingum en það væri ekkert til að hafa áhyggjur af. Æfingin í gær hefði auk þess verið létt en Aron Einar yrði með á æfingu í dag eins og allir leikmennirnir.

„Allir 23 eru heilir, í augnablikinu að minnsta kosti, og ég reikna ekki með því að einhver meiði sig á æfingu,“ sagði Lars og bætti við, eins og honum einum er lagið:

„Ef einhver meiðir annan leikmann á æfingu þá á hann erfiðan dag í vændum.“

Blaðamannafundinn í morgun má sjá í heild sinni hér að neðan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).


 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×