Manna næturvaktir því Skotar eru svo æstir í íslensku treyjuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2016 12:30 Búningarnir sem strákarnir okkar munu klæðast á sunnudaginn. Það voru ekki bara Íslendingar sem fögnuðu sem óðir væru eftir sigurinn á Englandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. Skotar voru ekkert lítið ánægðir með að frændur þeirra sunnan við landamærin væru úr leik. Skotar voru eina þjóðin á Bretlandseyjum sem komst ekki í lokakeppnina og fín sárabót að Englendingar voru slegnir úr leik af fámennri þjóð eins og Íslandi. Errea, framleiðandi íslensku landsliðstreyjunnar, segir í samtali við The Times að starfsfólk vinni dag sem nótt til að anna eftirspurn frá Skotlandi en þúsundum pantana hafi rignt inn eftir sigur Íslands á mánudagskvöldið í Nice. Haft er eftir Fabrizio Taddei hjá Errea á Ítalía að allt sé vitlaust að gera eftir sigur Íslands í Nice. „Pantanir frá Skotlandi skipta mörgum þúsundum en áhuginn er víðar, úti um alla Evrópu.“ Skoskir knattspyrnuunnendur, sem náðu ekki að kaupa sér íslensku treyjuna fyrir leikinn á mánudaginn, gripu til sinna ráða. Sumir gengu svo langt að klæðast plastpokum frá matarkeðjunni Iceland til að sýna stuðning sinn í leiknum.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). And finally: Iceland shirt manufacturer puts on extra night shifts to cope with demand... from Scotland pic.twitter.com/cZHpM3e2GU— Martyn Ziegler (@martynziegler) July 1, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Það voru ekki bara Íslendingar sem fögnuðu sem óðir væru eftir sigurinn á Englandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. Skotar voru ekkert lítið ánægðir með að frændur þeirra sunnan við landamærin væru úr leik. Skotar voru eina þjóðin á Bretlandseyjum sem komst ekki í lokakeppnina og fín sárabót að Englendingar voru slegnir úr leik af fámennri þjóð eins og Íslandi. Errea, framleiðandi íslensku landsliðstreyjunnar, segir í samtali við The Times að starfsfólk vinni dag sem nótt til að anna eftirspurn frá Skotlandi en þúsundum pantana hafi rignt inn eftir sigur Íslands á mánudagskvöldið í Nice. Haft er eftir Fabrizio Taddei hjá Errea á Ítalía að allt sé vitlaust að gera eftir sigur Íslands í Nice. „Pantanir frá Skotlandi skipta mörgum þúsundum en áhuginn er víðar, úti um alla Evrópu.“ Skoskir knattspyrnuunnendur, sem náðu ekki að kaupa sér íslensku treyjuna fyrir leikinn á mánudaginn, gripu til sinna ráða. Sumir gengu svo langt að klæðast plastpokum frá matarkeðjunni Iceland til að sýna stuðning sinn í leiknum.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). And finally: Iceland shirt manufacturer puts on extra night shifts to cope with demand... from Scotland pic.twitter.com/cZHpM3e2GU— Martyn Ziegler (@martynziegler) July 1, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira