Fótbolti

Manna næturvaktir því Skotar eru svo æstir í íslensku treyjuna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Búningarnir sem strákarnir okkar munu klæðast á sunnudaginn.
Búningarnir sem strákarnir okkar munu klæðast á sunnudaginn.
Það voru ekki bara Íslendingar sem fögnuðu sem óðir væru eftir sigurinn á Englandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. Skotar voru ekkert lítið ánægðir með að frændur þeirra sunnan við landamærin væru úr leik. Skotar voru eina þjóðin á Bretlandseyjum sem komst ekki í lokakeppnina og fín sárabót að Englendingar voru slegnir úr leik af fámennri þjóð eins og Íslandi.

Errea, framleiðandi íslensku landsliðstreyjunnar, segir í samtali við The Times að starfsfólk vinni dag sem nótt til að anna eftirspurn frá Skotlandi en þúsundum pantana hafi rignt inn eftir sigur Íslands á mánudagskvöldið í Nice.

Haft er eftir Fabrizio Taddei hjá Errea á Ítalía að allt sé vitlaust að gera eftir sigur Íslands í Nice. 

„Pantanir frá Skotlandi skipta mörgum þúsundum en áhuginn er víðar, úti um alla Evrópu.“

Skoskir knattspyrnuunnendur, sem náðu ekki að kaupa sér íslensku treyjuna fyrir leikinn á mánudaginn, gripu til sinna ráða. Sumir gengu svo langt að klæðast plastpokum frá matarkeðjunni Iceland til að sýna stuðning sinn í leiknum.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).





Fleiri fréttir

Sjá meira


×