Heimir: Byrjunarliðið veikist ekkert Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júlí 2016 07:00 Strákarnir byrjuðu æfinguna í Annecy í gær á því að fara í skallatennis. Lars Lagerbäck fylgist með. vísir/vilhelm Leikmenn íslenska landsliðsins hófu í gær formlegan undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum Evrópumótsins á Stade de France á sunnudag. Strákarnir fengu frí í fyrradag og nýttu sumir tímann til að fara í golf en aðrir tóku því rólega í Annecy, þeim fallega bæ sem skartaði sínu allra fegursta í gær. Þjálfararnir voru fljótir að kippa leikmönnum niður á jörðina eftir sigurinn gegn Englandi en Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, hafði sérstaklega orð á því á blaðamannafundi í fyrradag að hann hefði þurft að minna leikmenn sérstaklega á að halda fullri einbeitingu og fagmennsku, eftir að sumir mættu of seint í kvöldmat. „Auðvitað tekur maður þetta til sín,“ sagði miðvörðurinn Kári Árnason um atvikið og félagi hans í vörninni, Ragnar Sigurðsson, tók í svipaðan streng. „Það hefur komið nokkrum sinnum fyrir að menn gleyma hinu eða þessu. Þá verður alvöru kall eins og hann að skamma okkur aðeins,“ sagði Ragnar, sem segir að yfirleitt hafi leikmönnum gengið vel að halda sig á jörðinni. „Við höfum bara verið nokkuð rólegir á leiðinni heim frá leikjum, þó svo að við séum í skýjunum með árangurinn. Mér finnst að okkur hafi tekist ágætlega að halda ró okkar yfir öllu saman.“Svipað og gegn Englandi Birkir Bjarnason var einnig í hópi þeirra leikmanna sem ræddu við fjölmiðla fyrir æfinguna í gær og reiknar hann, eins og allir í íslenska liðinu, með erfiðum leik á sunnudag. „Frakkarnir eru með gríðarlega sterka einstaklinga og við þurfum að vera með allt okkar á hreinu til að fá eitthvað úr leiknum,“ sagði Birkir. Kári segir að það hafi rétt svo verið byrjað að ræða við leikmenn um hvað hafi gengið vel gegn Englandi og hvað hafi farið illa. „Það var gott að hlaða batteríin í gær, spila golf og hafa það rólegt. Nú förum við að snúa okkur að Frökkunum og byrjum að ræða þá í kvöld [í gærkvöldi],“ segir Kári. Ragnar reiknar með svipuðum leik gegn Frakklandi og Englandi. „Bæði vegna þess að þetta eru svipuð fótboltalið og þá mun það ekki breytast að við erum taldir mun ólíklegri til að vinna leikinn og þurfum að sanna okkur aftur,“ sagði varnarmaðurinn sterki.Breytingar veikja ekki liðið Varnarmaðurinn Adil Rami og miðjumaðurinn N’Golo Kante verða báðir í leikbanni í leiknum gegn Íslandi eftir að þeir fengu sína aðra áminningu í mótinu í leik Frakka gegn Írlandi í 16-liða úrslitunum. „Miðað við þá leikmenn sem Frakkland á þá veikist liðið ekki neitt þrátt fyrir að það þurfi að fá aðra leikmenn í byrjunarliðið,“ sagði Heimir Hallgrímsson, en líklegast er að Samuel Umtiti og Eliaquim Mangala berjist um stöðu Rami í vörninni og þeir Moussa Sissoko og Yohan Cabaye um að koma inn á miðjuna. „Það koma bara öðruvísi gæði inn í liðið. Þetta er líklega besti leikmannahópurinn í mótinu ef við mælum það út frá gæðum einstaklinganna.“ Leikurinn fer fram á sunnudag en liðið heldur til Parísar á morgun. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjá meira
Leikmenn íslenska landsliðsins hófu í gær formlegan undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum Evrópumótsins á Stade de France á sunnudag. Strákarnir fengu frí í fyrradag og nýttu sumir tímann til að fara í golf en aðrir tóku því rólega í Annecy, þeim fallega bæ sem skartaði sínu allra fegursta í gær. Þjálfararnir voru fljótir að kippa leikmönnum niður á jörðina eftir sigurinn gegn Englandi en Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, hafði sérstaklega orð á því á blaðamannafundi í fyrradag að hann hefði þurft að minna leikmenn sérstaklega á að halda fullri einbeitingu og fagmennsku, eftir að sumir mættu of seint í kvöldmat. „Auðvitað tekur maður þetta til sín,“ sagði miðvörðurinn Kári Árnason um atvikið og félagi hans í vörninni, Ragnar Sigurðsson, tók í svipaðan streng. „Það hefur komið nokkrum sinnum fyrir að menn gleyma hinu eða þessu. Þá verður alvöru kall eins og hann að skamma okkur aðeins,“ sagði Ragnar, sem segir að yfirleitt hafi leikmönnum gengið vel að halda sig á jörðinni. „Við höfum bara verið nokkuð rólegir á leiðinni heim frá leikjum, þó svo að við séum í skýjunum með árangurinn. Mér finnst að okkur hafi tekist ágætlega að halda ró okkar yfir öllu saman.“Svipað og gegn Englandi Birkir Bjarnason var einnig í hópi þeirra leikmanna sem ræddu við fjölmiðla fyrir æfinguna í gær og reiknar hann, eins og allir í íslenska liðinu, með erfiðum leik á sunnudag. „Frakkarnir eru með gríðarlega sterka einstaklinga og við þurfum að vera með allt okkar á hreinu til að fá eitthvað úr leiknum,“ sagði Birkir. Kári segir að það hafi rétt svo verið byrjað að ræða við leikmenn um hvað hafi gengið vel gegn Englandi og hvað hafi farið illa. „Það var gott að hlaða batteríin í gær, spila golf og hafa það rólegt. Nú förum við að snúa okkur að Frökkunum og byrjum að ræða þá í kvöld [í gærkvöldi],“ segir Kári. Ragnar reiknar með svipuðum leik gegn Frakklandi og Englandi. „Bæði vegna þess að þetta eru svipuð fótboltalið og þá mun það ekki breytast að við erum taldir mun ólíklegri til að vinna leikinn og þurfum að sanna okkur aftur,“ sagði varnarmaðurinn sterki.Breytingar veikja ekki liðið Varnarmaðurinn Adil Rami og miðjumaðurinn N’Golo Kante verða báðir í leikbanni í leiknum gegn Íslandi eftir að þeir fengu sína aðra áminningu í mótinu í leik Frakka gegn Írlandi í 16-liða úrslitunum. „Miðað við þá leikmenn sem Frakkland á þá veikist liðið ekki neitt þrátt fyrir að það þurfi að fá aðra leikmenn í byrjunarliðið,“ sagði Heimir Hallgrímsson, en líklegast er að Samuel Umtiti og Eliaquim Mangala berjist um stöðu Rami í vörninni og þeir Moussa Sissoko og Yohan Cabaye um að koma inn á miðjuna. „Það koma bara öðruvísi gæði inn í liðið. Þetta er líklega besti leikmannahópurinn í mótinu ef við mælum það út frá gæðum einstaklinganna.“ Leikurinn fer fram á sunnudag en liðið heldur til Parísar á morgun.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjá meira