„Those were the days“ Ellert B. Schram skrifar 1. júlí 2016 07:00 Ég hef eins og aðrir Íslendingar fylgst með Evrópukeppninni og bíð spenntur eftir leiknum gegn Frökkum í átta liða úrslitum. Stærstu stundar íslenskrar karlaknattspyrnu. Íslenskra íþrótta. Tek þátt í fagnaðarlátunum og spenningnum og er svo heppinn að vera boðinn til Parísar til að vera viðstaddur þennan atburð, með öndina í hálsinum. Rifjum aðeins upp fortíðina og aðdragandann. Mér verður hugsað til landsleikjasögu Íslands. Ég var sex ára þegar Ísland spilaði sinn fyrsta landsleik 1946. Gegn Dönum. Var þá í sveitinni og sá ekki þann leik. Var aftur í sveitinni þegar Ísland vann Svía 4-3, árið 1948, og Ríkharður Jónsson skoraði öll mörkin. Fyrsti landsleikurinn sem ég sá, var gegn Dönum 1953. Á Melavellinum, með Albert Guðmundsson í fararbroddi. Á sjötta áratugnum tók Ísland þátt í undankeppni Evrópu. Belgar og Hollendingar voru meðal andstæðinganna. Knattspyrnusambandið samdi við þessi tvö lönd að leika heimaleiki Íslands úti. Fjárhagurinn leyfði ekki að taka á móti útlendingum til að spila „bara“ landsleik. Svo kom að því að ég lék með landsliði Íslands á sjöunda áratugnum. Áður en efnt var til Evrópukeppni, áður en nokkur þjóð nennti að ferðast til Íslands til að spila fótbolta. Bermúda kom, Færeyingar og stundum Norðmenn og svo tókum við þátt í mótum sem voru fyrir amatöra, en voru eftirsóttar uppákomur fyrir íslenska áhugamenn um fótboltann. Ég man eftir leik í London gegn áhugamannalandsliði Englendinga, þar sem völlurinn hallaði frá vinstri kanti til hægri um að a.m.k. hálfan annan metra. Tveir voru sendir af velli í enska liðinu en þeir unnu samt, tvö – núll. Ég man líka eftir leik gegn áhugamannaliði Spánverja í Madrid, í 35 stiga hita. Allt í einu brunaði kantmaðurinn í spænska liðinu upp kantinn óáreittur og lagði upp mark. Ég, aftasti maður í vörn og fyrirliði, spurði fúlbakkinn: hvar varst þú? Og svarið var: Æ, ég færði mig yfir á hinn vallarhelminginn til að hvíla mig frá sólinni, hún var alveg að drepa mig. Svo fórum við einu sinni í landsleikjaferð til Noregs og Finnlands og eftir að fyrri leiknum var lokið var gert ráð fyrir að leikmennirnir hvíldu sig á milli leikja. Einhvern veginn tókst þeim að smeygja sér út um glugga á annarri hæð og komast á næturrölt. Ég var svo „heppinn“ að vera meiddur á fæti og komst ekki með. Þetta var nú aginn í þá daga.Ásgeir Sigurvinsson skallar boltann í leik Íslands og A-Þýskalands á Laugardalsvelli 1973.Framlag margra kynslóða Á áttunda og níunda áratugnum gegndi ég formennsku í knattspyrnusambandinu. Það voru ekki miklir peningar í handraðanum hjá KSÍ á þeim árum. Þegar landsleikur var leikinn í Laugardalnum var mesta áhyggjuefni KSÍ stjórnarinnar fyrir leik, hvernig veðrið yrði. Í roki og rigningu kom nánast enginn á völlinn. Við efndum til bingós og happdrættis og höfðum bíl í verðlaun. Stærsti sigurinn var þegar vinningurinn gekk ekki út. Það bjargaði fjárhagnum. Nokkrir voru atvinnumenn í útlöndum, svo sem Ásgeir Sigurvinsson, Atli Eðvaldsson og Arnór Guðjohnsen. Arnór meiddist einu sinni í landsleik og það tók knattspyrnusambandið mörg ár að borga klúbbnum (í Belgíu) skaðabætur, fyrir að meiðast á okkar ábyrgð! Þannig gæti ég haldið áfram að rifja upp þessa sögu og líka að rifja upp að íslenska landsliðið sigraði Austur-Þjóðverja, sem þá voru Ólympíumeistarar, 2-0. Þá var kátt í höllinni. Ég bauð liðinu heim á Stýrimannastíginn í Vesturbænum og fagnaðarlátunum lauk undir morgun og enginn kvartaði í hverfinu! Já, svona var nú fótboltinn í þá daga. Ég hef auðvitað haldið áfram að fylgjast með knattspyrnunni. Ég sé ekki eftir því. Sérstaklega ekki, þegar mér gefst nú tækifæri til að setjast í heiðursstúkuna á áttatíu þúsund manna leikvellinum í París og hrópa „áfram Ísland“ í baráttu til að komast í undanúrslit í sjálfri Evrópukeppninni. Þetta er ekki öskubuskuævintýri. Þetta er ekki draumur. Þetta er ávöxtur langrar og stórmerkilegrar sögu knattspyrnunnar hér á landi. Uppskera starfs og framlags margra kynslóða áhugamanna og leiðtoga íslenskra knattspyrnufélaga. Hvernig svo sem leikurinn fer á sunnudaginn, þá er afrekið þegar unnið. Sigrarnir. Frammistaðan. Úrslitin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég hef eins og aðrir Íslendingar fylgst með Evrópukeppninni og bíð spenntur eftir leiknum gegn Frökkum í átta liða úrslitum. Stærstu stundar íslenskrar karlaknattspyrnu. Íslenskra íþrótta. Tek þátt í fagnaðarlátunum og spenningnum og er svo heppinn að vera boðinn til Parísar til að vera viðstaddur þennan atburð, með öndina í hálsinum. Rifjum aðeins upp fortíðina og aðdragandann. Mér verður hugsað til landsleikjasögu Íslands. Ég var sex ára þegar Ísland spilaði sinn fyrsta landsleik 1946. Gegn Dönum. Var þá í sveitinni og sá ekki þann leik. Var aftur í sveitinni þegar Ísland vann Svía 4-3, árið 1948, og Ríkharður Jónsson skoraði öll mörkin. Fyrsti landsleikurinn sem ég sá, var gegn Dönum 1953. Á Melavellinum, með Albert Guðmundsson í fararbroddi. Á sjötta áratugnum tók Ísland þátt í undankeppni Evrópu. Belgar og Hollendingar voru meðal andstæðinganna. Knattspyrnusambandið samdi við þessi tvö lönd að leika heimaleiki Íslands úti. Fjárhagurinn leyfði ekki að taka á móti útlendingum til að spila „bara“ landsleik. Svo kom að því að ég lék með landsliði Íslands á sjöunda áratugnum. Áður en efnt var til Evrópukeppni, áður en nokkur þjóð nennti að ferðast til Íslands til að spila fótbolta. Bermúda kom, Færeyingar og stundum Norðmenn og svo tókum við þátt í mótum sem voru fyrir amatöra, en voru eftirsóttar uppákomur fyrir íslenska áhugamenn um fótboltann. Ég man eftir leik í London gegn áhugamannalandsliði Englendinga, þar sem völlurinn hallaði frá vinstri kanti til hægri um að a.m.k. hálfan annan metra. Tveir voru sendir af velli í enska liðinu en þeir unnu samt, tvö – núll. Ég man líka eftir leik gegn áhugamannaliði Spánverja í Madrid, í 35 stiga hita. Allt í einu brunaði kantmaðurinn í spænska liðinu upp kantinn óáreittur og lagði upp mark. Ég, aftasti maður í vörn og fyrirliði, spurði fúlbakkinn: hvar varst þú? Og svarið var: Æ, ég færði mig yfir á hinn vallarhelminginn til að hvíla mig frá sólinni, hún var alveg að drepa mig. Svo fórum við einu sinni í landsleikjaferð til Noregs og Finnlands og eftir að fyrri leiknum var lokið var gert ráð fyrir að leikmennirnir hvíldu sig á milli leikja. Einhvern veginn tókst þeim að smeygja sér út um glugga á annarri hæð og komast á næturrölt. Ég var svo „heppinn“ að vera meiddur á fæti og komst ekki með. Þetta var nú aginn í þá daga.Ásgeir Sigurvinsson skallar boltann í leik Íslands og A-Þýskalands á Laugardalsvelli 1973.Framlag margra kynslóða Á áttunda og níunda áratugnum gegndi ég formennsku í knattspyrnusambandinu. Það voru ekki miklir peningar í handraðanum hjá KSÍ á þeim árum. Þegar landsleikur var leikinn í Laugardalnum var mesta áhyggjuefni KSÍ stjórnarinnar fyrir leik, hvernig veðrið yrði. Í roki og rigningu kom nánast enginn á völlinn. Við efndum til bingós og happdrættis og höfðum bíl í verðlaun. Stærsti sigurinn var þegar vinningurinn gekk ekki út. Það bjargaði fjárhagnum. Nokkrir voru atvinnumenn í útlöndum, svo sem Ásgeir Sigurvinsson, Atli Eðvaldsson og Arnór Guðjohnsen. Arnór meiddist einu sinni í landsleik og það tók knattspyrnusambandið mörg ár að borga klúbbnum (í Belgíu) skaðabætur, fyrir að meiðast á okkar ábyrgð! Þannig gæti ég haldið áfram að rifja upp þessa sögu og líka að rifja upp að íslenska landsliðið sigraði Austur-Þjóðverja, sem þá voru Ólympíumeistarar, 2-0. Þá var kátt í höllinni. Ég bauð liðinu heim á Stýrimannastíginn í Vesturbænum og fagnaðarlátunum lauk undir morgun og enginn kvartaði í hverfinu! Já, svona var nú fótboltinn í þá daga. Ég hef auðvitað haldið áfram að fylgjast með knattspyrnunni. Ég sé ekki eftir því. Sérstaklega ekki, þegar mér gefst nú tækifæri til að setjast í heiðursstúkuna á áttatíu þúsund manna leikvellinum í París og hrópa „áfram Ísland“ í baráttu til að komast í undanúrslit í sjálfri Evrópukeppninni. Þetta er ekki öskubuskuævintýri. Þetta er ekki draumur. Þetta er ávöxtur langrar og stórmerkilegrar sögu knattspyrnunnar hér á landi. Uppskera starfs og framlags margra kynslóða áhugamanna og leiðtoga íslenskra knattspyrnufélaga. Hvernig svo sem leikurinn fer á sunnudaginn, þá er afrekið þegar unnið. Sigrarnir. Frammistaðan. Úrslitin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun