Sport

Aðeins fjórir stóðu sig betur en Haraldur á degi eitt í Kaliforníu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haraldur Holgersson.
Haraldur Holgersson. Vísir/Ernir
Haraldur Holgersson er í fimmta sæti eftir fyrsta daginn í keppni í í unglingaflokki á heimsleikunum í Carson í Kaliforníu.  

Haraldur er sautján ára gamall og braut í dag blað í íslenskri Crossfit sögu þegar hann varð  fyrsti Íslendingurinn til að keppa í flokki ungmenna.

Haraldur Holgersson varð fimmti í fyrstu grein sem heitir California Club og inniheldur allskonar þrekþrautir eins að gera kviðæfingar og kasta þungum boltum.

Hann náði ekki alveg að fylgja þessu eftir og náði bara sjöunda sætinu í annarri greininni sem heitir Adiós Amigos. Þar voru strákarnir að keppa í snörun, 12, 9 og 6 lyftum þar sem þyngdin á stönginni jókst á hverjum stað.

Haraldur fékk 80 stig fyrir grein eitt og 72 stig fyrir grein tvö. Hann er með 152 stig í fimmta sæti.

Haraldur er 20 stigum frá fjórða sætinu og það eru bata fjögur stig í næsta mann.

George Sterner og Nicholas Paladino eru efstir með 188 stig eða 36 stigum meira en okkar maður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×