Gengur illa að fjölga notendum Netflix Sæunn Gísladóttir skrifar 19. júlí 2016 09:44 Uppgjör annars árfjórðungs streymiþjónustunnar Netflix var kynnt í gær. Í uppgjörinu kom fram að Netflix bætti einungis við sig 1,7 milljónum notenda á fjórðungnum, sem er helmingi minna en á sama tímabili fyrir ári síðan. Þetta var undir væntingum markaðsaðila sem áttu von á 2,5 milljónum nýrra notenda. Ýmislegt bendir til þess að notendafjöldi Netflix sé að mettast, einungis 160 þúsund nýir notendur bættust við í Bandaríkjunum á fjórðungnum. Fjárfestar óttast nú um velgengni fyrirtækisins og lækkaði gengi hlutabréfa í Netflix um allt að 16 prósent í viðskiptum eftir lokun markaða í gær. Forsvarsmenn Netflix segja fréttir af verðhækkunum hjá fyrirtækinu hafi leitt til þess að notendafjöldanum fjölgaði svona lítið á fjórðungnum. Í grein New York Times um málið er bent á að hlutabréf í Netflix voru á fleygiferð á síðasta ári og hækkuðu um 135 prósent árið 2015. Til samanburðar hafa þau lækkað um fjórtán prósent það sem af er ári. Vert er að benda á að milljónir nota enn þjónustu Netflix og fyrirtækið opnaði þjónustu sína í yfir hundrað löndum í ársbyrjun. Ýmsir greiningaraðilar telja að ástandið sé ekki svo slæmt. Þeir benda til þess að hagnaður fyrirtækisins hækkuðu um 58 prósent miðað við sama tímabil í fyrra, og tekjur hækkuðu um 27 prósent milli ára. Netflix Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Uppgjör annars árfjórðungs streymiþjónustunnar Netflix var kynnt í gær. Í uppgjörinu kom fram að Netflix bætti einungis við sig 1,7 milljónum notenda á fjórðungnum, sem er helmingi minna en á sama tímabili fyrir ári síðan. Þetta var undir væntingum markaðsaðila sem áttu von á 2,5 milljónum nýrra notenda. Ýmislegt bendir til þess að notendafjöldi Netflix sé að mettast, einungis 160 þúsund nýir notendur bættust við í Bandaríkjunum á fjórðungnum. Fjárfestar óttast nú um velgengni fyrirtækisins og lækkaði gengi hlutabréfa í Netflix um allt að 16 prósent í viðskiptum eftir lokun markaða í gær. Forsvarsmenn Netflix segja fréttir af verðhækkunum hjá fyrirtækinu hafi leitt til þess að notendafjöldanum fjölgaði svona lítið á fjórðungnum. Í grein New York Times um málið er bent á að hlutabréf í Netflix voru á fleygiferð á síðasta ári og hækkuðu um 135 prósent árið 2015. Til samanburðar hafa þau lækkað um fjórtán prósent það sem af er ári. Vert er að benda á að milljónir nota enn þjónustu Netflix og fyrirtækið opnaði þjónustu sína í yfir hundrað löndum í ársbyrjun. Ýmsir greiningaraðilar telja að ástandið sé ekki svo slæmt. Þeir benda til þess að hagnaður fyrirtækisins hækkuðu um 58 prósent miðað við sama tímabil í fyrra, og tekjur hækkuðu um 27 prósent milli ára.
Netflix Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira