Smáforrit auðveldar samskipti við leikskóla Sæunn Gísladóttir skrifar 18. júlí 2016 07:00 Kidsy á að einfalda vinnu leikskólakennarans. Vísir/Vilhelm „Þetta snýst um að einfalda vinnu leikskólakennarans til að hann fái meiri tíma til að sinna því sem hann þarf að sinna. Ég er sjálf kennari og veit að við þurfum að spara tíma og skriffinnska getur tekið mikinn tíma,“ segir Anna Margrét Magnúsdóttir. Hún, ásamt manni sínum Branislav Dragojlovic, er á bak við snjallsímaforritið Kidsy. Þau eru nú í óðaönn að undirbúa komu þess á íslenskan markað.Anna og Branislav þekkja það að eigin raun að stundum geti reynst erfitt að nálgast praktískar upplýsingar frá leikskólum.Kidsy stendur fyrir orðin „kids“ og „easy“ og kom hugmyndin upp þegar stofnendur ráku sig á það hve erfitt getur verið að nálgast hagnýtar upplýsingar frá leikskólum. Iðulega þarf að sækja upplýsingarnar á mismunandi staði innan leikskólans, erfitt getur reynst að ná tali af starfsmönnum og flókið og tímafrekt að skrá sig inn á innra net. „Kidsy leysir þetta vandamál með því að tryggja að upplýsingar berist fljótt og á öruggan hátt á milli leikskóla og heimila. Appið gerir notendum kleift að senda tölvupóst, hagnýtar upplýsingar, myndir, skilaboð og fleira í gegnum tölvur og snjalltæki. Appið á ekki að koma í veg fyrir persónuleg samskipti eða minnka þau, heldur auðvelda skipulagningu og upplýsingaflæði,“ segir Anna. Áhersla er lögð á að skrá inn upplýsingar myndrænt. „Ef ungbarn fer að sofa ýtir til dæmis leikskólakennarinn á augnhnapp og þá koma þær upplýsingar myndrænt til forelda,“ segir Anna. „Planið er að koma þessu á sem flesta leikskóla og bjóða dagmömmum þetta líka í byrjun, en seinna meir verður hægt að nota þetta hvar sem er, til dæmis á frístundaheimilum,“ segir Anna. Hjónin fengu fyrst hugmyndina að forritinu fyrir fimm árum en fóru af stað fyrir nokkrum árum. Þau hafa nú þegar unnið til nokkurra verðlauna í Evrópu og fengu Evrópustyrk fyrir einu og hálfu ári. Þau ætla á næstunni að að prufukeyra forritið í leikskólum á Íslandi, í Færeyjum og Danmörku. Anna segir að þau ætli svo að nýta sér tengslanet sitt í Evrópu til að sækja á alþjóðlega markaði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Þetta snýst um að einfalda vinnu leikskólakennarans til að hann fái meiri tíma til að sinna því sem hann þarf að sinna. Ég er sjálf kennari og veit að við þurfum að spara tíma og skriffinnska getur tekið mikinn tíma,“ segir Anna Margrét Magnúsdóttir. Hún, ásamt manni sínum Branislav Dragojlovic, er á bak við snjallsímaforritið Kidsy. Þau eru nú í óðaönn að undirbúa komu þess á íslenskan markað.Anna og Branislav þekkja það að eigin raun að stundum geti reynst erfitt að nálgast praktískar upplýsingar frá leikskólum.Kidsy stendur fyrir orðin „kids“ og „easy“ og kom hugmyndin upp þegar stofnendur ráku sig á það hve erfitt getur verið að nálgast hagnýtar upplýsingar frá leikskólum. Iðulega þarf að sækja upplýsingarnar á mismunandi staði innan leikskólans, erfitt getur reynst að ná tali af starfsmönnum og flókið og tímafrekt að skrá sig inn á innra net. „Kidsy leysir þetta vandamál með því að tryggja að upplýsingar berist fljótt og á öruggan hátt á milli leikskóla og heimila. Appið gerir notendum kleift að senda tölvupóst, hagnýtar upplýsingar, myndir, skilaboð og fleira í gegnum tölvur og snjalltæki. Appið á ekki að koma í veg fyrir persónuleg samskipti eða minnka þau, heldur auðvelda skipulagningu og upplýsingaflæði,“ segir Anna. Áhersla er lögð á að skrá inn upplýsingar myndrænt. „Ef ungbarn fer að sofa ýtir til dæmis leikskólakennarinn á augnhnapp og þá koma þær upplýsingar myndrænt til forelda,“ segir Anna. „Planið er að koma þessu á sem flesta leikskóla og bjóða dagmömmum þetta líka í byrjun, en seinna meir verður hægt að nota þetta hvar sem er, til dæmis á frístundaheimilum,“ segir Anna. Hjónin fengu fyrst hugmyndina að forritinu fyrir fimm árum en fóru af stað fyrir nokkrum árum. Þau hafa nú þegar unnið til nokkurra verðlauna í Evrópu og fengu Evrópustyrk fyrir einu og hálfu ári. Þau ætla á næstunni að að prufukeyra forritið í leikskólum á Íslandi, í Færeyjum og Danmörku. Anna segir að þau ætli svo að nýta sér tengslanet sitt í Evrópu til að sækja á alþjóðlega markaði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira