179 Íslendingar eru í sólarlandaferð í Tyrklandi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. júlí 2016 11:11 Manngerður teppaakur í Antalya. Vísir/EPA 179 Íslendingar eru á vegum ferðaskrifstofunnar Nazar í strandbænum Antalya sem er við suðausturströnd Tyrklands. Bærinn er um 700 kílómetrum frá Istanbúl og tæpum 500 kílómetrum frá Ankara en átök brutust út þegar hluti tyrkneska hersins gerði tilraun til valdaráns í Tyrklandi í gærkvöldi í borgunum tveimur. Heildartala Íslendinga í Tyrklandi er ekki þekkt. 49 börn eru í ferðamannahópi Íslendinga í strandbænum. Þetta kemur fram á vef Túrista. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu í nótt var Íslendingum ráðlagt frá því að ferðast til Tyrklands. „Utanríkisráðuneytið ræður öllum Íslendingum frá því að ferðast til Tyrklands nema af ítrustu nauðsyn. Íslendingar sem staddir eru í landinu eru beðnir um að halda sig innandyra, sýna varkárni og fylgjast með fregnum af ástandi mála. Borgaraþjónusta ráðuneytisins fylgist grannt með og mun senda út frekari upplýsingar þegar ástand mála skýrist frekar,“ sagði í tilkynningunni. Hópurinn er væntanlegur hingað til lands á miðvikudaginn næstkomandi en það seldist upp í ferðina. Ferðin er sú síðasta hjá Nazar til Tyrklands þar sem erfiðlega gekk að selja í ferðirnar hér á landi. Kemal Yamanlar, framkvæmdastjóri Nazar, segir Íslendinga ekki virka órólega vegna atburða næturinnar. Hann er staddur í Tyrklandi og ræddi við Túrista í dag. Flug í Tyrklandi liggur niðri en vonir standa til þess að flugsamgöngur komist í lag sem fyrst. Flugfélagið British Airwaves hefur aflýst öllum áætluðum flugferðum sínum til Tyrklands eftir að ferðamenn voru hvattir til þess að halda sig innandyra. Nazar hafa einnig ákveðið að gefa farþegum kost á að afbóka sig hafi þeir keypt sér ferð til Tyrklands en ferðaskrifstofan selur ferðir til Tyrklands á öllum Norðurlöndunum. Airwaves Tengdar fréttir Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Umræða um að innleiða dauðarefsinguna í lög á ný hefur gert vart við sig í Tyrklandi. 16. júlí 2016 10:14 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 1563 starfsmenn hersins handteknir í Tyrklandi 190 létust samtals í átökunum í gær og nótt eftir að tilraun var gerð til valdaráns í Tyrklandi. 16. júlí 2016 09:35 Mest lesið Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Sjá meira
179 Íslendingar eru á vegum ferðaskrifstofunnar Nazar í strandbænum Antalya sem er við suðausturströnd Tyrklands. Bærinn er um 700 kílómetrum frá Istanbúl og tæpum 500 kílómetrum frá Ankara en átök brutust út þegar hluti tyrkneska hersins gerði tilraun til valdaráns í Tyrklandi í gærkvöldi í borgunum tveimur. Heildartala Íslendinga í Tyrklandi er ekki þekkt. 49 börn eru í ferðamannahópi Íslendinga í strandbænum. Þetta kemur fram á vef Túrista. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu í nótt var Íslendingum ráðlagt frá því að ferðast til Tyrklands. „Utanríkisráðuneytið ræður öllum Íslendingum frá því að ferðast til Tyrklands nema af ítrustu nauðsyn. Íslendingar sem staddir eru í landinu eru beðnir um að halda sig innandyra, sýna varkárni og fylgjast með fregnum af ástandi mála. Borgaraþjónusta ráðuneytisins fylgist grannt með og mun senda út frekari upplýsingar þegar ástand mála skýrist frekar,“ sagði í tilkynningunni. Hópurinn er væntanlegur hingað til lands á miðvikudaginn næstkomandi en það seldist upp í ferðina. Ferðin er sú síðasta hjá Nazar til Tyrklands þar sem erfiðlega gekk að selja í ferðirnar hér á landi. Kemal Yamanlar, framkvæmdastjóri Nazar, segir Íslendinga ekki virka órólega vegna atburða næturinnar. Hann er staddur í Tyrklandi og ræddi við Túrista í dag. Flug í Tyrklandi liggur niðri en vonir standa til þess að flugsamgöngur komist í lag sem fyrst. Flugfélagið British Airwaves hefur aflýst öllum áætluðum flugferðum sínum til Tyrklands eftir að ferðamenn voru hvattir til þess að halda sig innandyra. Nazar hafa einnig ákveðið að gefa farþegum kost á að afbóka sig hafi þeir keypt sér ferð til Tyrklands en ferðaskrifstofan selur ferðir til Tyrklands á öllum Norðurlöndunum.
Airwaves Tengdar fréttir Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Umræða um að innleiða dauðarefsinguna í lög á ný hefur gert vart við sig í Tyrklandi. 16. júlí 2016 10:14 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 1563 starfsmenn hersins handteknir í Tyrklandi 190 létust samtals í átökunum í gær og nótt eftir að tilraun var gerð til valdaráns í Tyrklandi. 16. júlí 2016 09:35 Mest lesið Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Sjá meira
Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Umræða um að innleiða dauðarefsinguna í lög á ný hefur gert vart við sig í Tyrklandi. 16. júlí 2016 10:14
Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32
1563 starfsmenn hersins handteknir í Tyrklandi 190 létust samtals í átökunum í gær og nótt eftir að tilraun var gerð til valdaráns í Tyrklandi. 16. júlí 2016 09:35