Zidane setur Varane í númerið sitt hjá Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2016 17:30 Raphael Varane með konu sinni Camille Tytgat. Vísir/Getty Franski miðvörðurinn Rapael Varane verður örugglega áfram hjá Real Madrid ef marka má nýjustu fréttirnar frá Santiago Bernabeu. Það hefur verið mikið skrifað um það að Rapael Varane sé á förum frá Real Madrid og hefur hann verið orðaður við Manchester United meðal annarra liða. Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, hefur nú sett strákinn í fimmuna fyrir komandi tímabil en þetta er goðsagnakennt númer hjá félaginu. Zinedine Zidane sjálfur var ekki sá eini sem spilaði í fimmunni hjá Real Madrid heldur einnig menn eins og Fernando Redondo og Fabio Cannavaro. Rapael Varane spilaði áður í treyju númer tvö en hann hefur síðan verið númer fjögur hjá franska landsliðinu. Rapael Varane er 23 ára gamall, þegar kominn með talsverða reynslu á stóra sviðinu og líklegur til að vera einn besti varnarmaður heims næstu árin. Hann hefur samt ekki átt fast sæti í liði Real Madrid þar sem þeir Sergio Ramos og Pepe hafa náð mjög vel saman. Varane missti síðan af EM í Frakklandi vegna meiðsla sem og úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Real Madrid. Við það bætist að Jose Mourinho þekkir hann vel frá tíma sínum í Madrid en Rapael Varane steig sín fyrstu skref í þjálfaratíð Mourinho. Með því að gefa Varane fimmuna er Zinedine Zidane hinsvegar að senda út þau skilaboð að hann vilji sjá landa sinn spila áfram með Real Madrid.Varane will be wearing the #5 previously worn by legends like Zidane, Redondo and Cannavaro. [rmtv] pic.twitter.com/iEnQFyweuB— SB (@Realmadridplace) July 14, 2016 Spænski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Franski miðvörðurinn Rapael Varane verður örugglega áfram hjá Real Madrid ef marka má nýjustu fréttirnar frá Santiago Bernabeu. Það hefur verið mikið skrifað um það að Rapael Varane sé á förum frá Real Madrid og hefur hann verið orðaður við Manchester United meðal annarra liða. Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, hefur nú sett strákinn í fimmuna fyrir komandi tímabil en þetta er goðsagnakennt númer hjá félaginu. Zinedine Zidane sjálfur var ekki sá eini sem spilaði í fimmunni hjá Real Madrid heldur einnig menn eins og Fernando Redondo og Fabio Cannavaro. Rapael Varane spilaði áður í treyju númer tvö en hann hefur síðan verið númer fjögur hjá franska landsliðinu. Rapael Varane er 23 ára gamall, þegar kominn með talsverða reynslu á stóra sviðinu og líklegur til að vera einn besti varnarmaður heims næstu árin. Hann hefur samt ekki átt fast sæti í liði Real Madrid þar sem þeir Sergio Ramos og Pepe hafa náð mjög vel saman. Varane missti síðan af EM í Frakklandi vegna meiðsla sem og úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Real Madrid. Við það bætist að Jose Mourinho þekkir hann vel frá tíma sínum í Madrid en Rapael Varane steig sín fyrstu skref í þjálfaratíð Mourinho. Með því að gefa Varane fimmuna er Zinedine Zidane hinsvegar að senda út þau skilaboð að hann vilji sjá landa sinn spila áfram með Real Madrid.Varane will be wearing the #5 previously worn by legends like Zidane, Redondo and Cannavaro. [rmtv] pic.twitter.com/iEnQFyweuB— SB (@Realmadridplace) July 14, 2016
Spænski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira