Utanríkisráðherra segir brýnt að draga ekki ályktanir fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júlí 2016 08:31 Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, leggur áherslu á mikilvægi þess að draga ekki ályktanir af voðaverkunum í Nice fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Neyðarvakt utanríkisþjónustunnar hefur verið að störfum í alla nótt með það að augnamiði að fá fregnir af umferð Íslendinga í Frakklandi. Maður á vörubíl ók inn í stóran hóp fólks seint í gærkvöldi á Promenade de Ainglese í Nice. En fjöldi fólks var þar samankominn til þess að horfa á flugeldasýningu í tilefni af Bastilludeginum sem var í gær. 84 eru látnir. „Við höfum ekki neinar upplýsingar á þessum tímapunkti um særða Íslendinga eða neitt slíkt,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir sem var í símaviðtali hjá morgunþættinum Bítinu í dag. „Þetta eru að sjálfsögðu afskaplega skelfilegir og sorglegir atburðir.“ Lilja sagði, aðspurð um hvort öryggi Evrópubúa væri ógnað, öryggismál aukast í Evrópu þegar sambærilegir atburðir koma upp. Hryðjuverkaárásirnar í París fyrir um átta mánuðum voru nefndar í því samhengi. Hryðjuverkasamtökin Daesh lýstu yfir ábyrgð á þeim árásum.Indverskir nemendur kveikja á ljósi til minningar um fórnarlömb árásarinnar í Nice.Vísir/EPA„En það er afskaplega mikilvægt að við fáum betri upplýsingar, ég hef ekki upplýsingar um tilræðismanninn en það er afar brýnt að draga engar ályktanir fyrr en slíkar upplýsingar eru komnar,“ sagði Lilja. Fjölmargir Íslendingar og aðrir íbúar Norðurlandanna eru í Nice samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins, þó hefur það ekki nákvæma tölu enda erfitt að halda utan um slíkar upplýsingar að sögn Lilju. „Við fengum þó fréttir seint í gærkvöldi að það væri umtalsverður hópur staðsettur þarna en við höfum ekki fengið neinar fregnir af særðum eða látnum Íslendingum eða neitt slíkt. Sendiráðið okkar í París var líka að störfum í gær og var að afla upplýsinga.“ Flugvél frá WOWair flaug til Nice klukkan þrjú í gær. Samkvæmt Svönu Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOWair, eru allar líkur á að sú vél hafi verið full en Nice hefur verið afar vinsæll áfangastaður meðal Íslendinga í sumar. „Ég ráðlegg fólki að hringja í símanúmer utanríkisþjónustunnar, 5459900, borgarvaktin er þar að störfum. Það er best að hringja í hana og leita aðstoðar varðandi þessi mál,“ sagði Lilja varðandi hvaða ráðleggingar utanríkisráðuneytið hefði fyrir Íslendinga á svæðinu. Fregnir herma að í vörubíl árásarmannsins hafi fundist skilríki 31 árs gamals fransks ríkisborgara af túnískum uppruna. Óstaðfest er með öllu hvort þetta séu í raun skilríki árásarmannsins. Því er ekki neitt staðfest um bakgrunn mannsins sem ber ábyrgð á árásinni. „Þetta er náttúrulega bara afskaplega sorgleg og skelfileg árás,“ endurtók Lilja alvarleg í máli. „Við þurfum auðvitað að huga að þessum málum enn frekar en eins og ég sagði fyrr þá er afskaplega mikilvægt að fá allar réttar upplýsingar og vega og meta stöðuna svo í framhaldinu.“ Ráðuneytið verður áfram að störfum í dag og Lilja gerir ráð fyrir því að betri mynd fáist af stöðunni eftir því sem líður á daginn. Fréttir af flugi Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58 Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn Áttatíu og fjórir látnir. 15. júlí 2016 06:51 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, leggur áherslu á mikilvægi þess að draga ekki ályktanir af voðaverkunum í Nice fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Neyðarvakt utanríkisþjónustunnar hefur verið að störfum í alla nótt með það að augnamiði að fá fregnir af umferð Íslendinga í Frakklandi. Maður á vörubíl ók inn í stóran hóp fólks seint í gærkvöldi á Promenade de Ainglese í Nice. En fjöldi fólks var þar samankominn til þess að horfa á flugeldasýningu í tilefni af Bastilludeginum sem var í gær. 84 eru látnir. „Við höfum ekki neinar upplýsingar á þessum tímapunkti um særða Íslendinga eða neitt slíkt,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir sem var í símaviðtali hjá morgunþættinum Bítinu í dag. „Þetta eru að sjálfsögðu afskaplega skelfilegir og sorglegir atburðir.“ Lilja sagði, aðspurð um hvort öryggi Evrópubúa væri ógnað, öryggismál aukast í Evrópu þegar sambærilegir atburðir koma upp. Hryðjuverkaárásirnar í París fyrir um átta mánuðum voru nefndar í því samhengi. Hryðjuverkasamtökin Daesh lýstu yfir ábyrgð á þeim árásum.Indverskir nemendur kveikja á ljósi til minningar um fórnarlömb árásarinnar í Nice.Vísir/EPA„En það er afskaplega mikilvægt að við fáum betri upplýsingar, ég hef ekki upplýsingar um tilræðismanninn en það er afar brýnt að draga engar ályktanir fyrr en slíkar upplýsingar eru komnar,“ sagði Lilja. Fjölmargir Íslendingar og aðrir íbúar Norðurlandanna eru í Nice samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins, þó hefur það ekki nákvæma tölu enda erfitt að halda utan um slíkar upplýsingar að sögn Lilju. „Við fengum þó fréttir seint í gærkvöldi að það væri umtalsverður hópur staðsettur þarna en við höfum ekki fengið neinar fregnir af særðum eða látnum Íslendingum eða neitt slíkt. Sendiráðið okkar í París var líka að störfum í gær og var að afla upplýsinga.“ Flugvél frá WOWair flaug til Nice klukkan þrjú í gær. Samkvæmt Svönu Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOWair, eru allar líkur á að sú vél hafi verið full en Nice hefur verið afar vinsæll áfangastaður meðal Íslendinga í sumar. „Ég ráðlegg fólki að hringja í símanúmer utanríkisþjónustunnar, 5459900, borgarvaktin er þar að störfum. Það er best að hringja í hana og leita aðstoðar varðandi þessi mál,“ sagði Lilja varðandi hvaða ráðleggingar utanríkisráðuneytið hefði fyrir Íslendinga á svæðinu. Fregnir herma að í vörubíl árásarmannsins hafi fundist skilríki 31 árs gamals fransks ríkisborgara af túnískum uppruna. Óstaðfest er með öllu hvort þetta séu í raun skilríki árásarmannsins. Því er ekki neitt staðfest um bakgrunn mannsins sem ber ábyrgð á árásinni. „Þetta er náttúrulega bara afskaplega sorgleg og skelfileg árás,“ endurtók Lilja alvarleg í máli. „Við þurfum auðvitað að huga að þessum málum enn frekar en eins og ég sagði fyrr þá er afskaplega mikilvægt að fá allar réttar upplýsingar og vega og meta stöðuna svo í framhaldinu.“ Ráðuneytið verður áfram að störfum í dag og Lilja gerir ráð fyrir því að betri mynd fáist af stöðunni eftir því sem líður á daginn.
Fréttir af flugi Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58 Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn Áttatíu og fjórir látnir. 15. júlí 2016 06:51 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58