Fótbolti

Haukur Heiðar og félagar gerðu betur en Celtic og unnu lið frá Gíbraltar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur Heiðar var í íslenska landsliðshópnum á EM í Frakklandi.
Haukur Heiðar var í íslenska landsliðshópnum á EM í Frakklandi. vísir/getty
Landsliðsmaðurinn Haukur Heiðar Hauksson var í byrjunarliði AIK sem vann 1-0 sigur á Europa frá Gíbraltar á Vinavöllum í kvöld.

Þetta var fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en seinni leikurinn fer fram á Victoria Stadium á Gíbraltar eftir viku.

Það tók Svíana 89 mínútur að brjóta Europa niður en varamaðurinn Carlos Strandberg kom boltanum þá framhjá Javi Munoz í marki gestanna.

Lið frá Gíbraltar hafa verið mikið í fréttunum í þessari viku en í fyrradag vann Lincoln Red Imps mjög svo óvæntan sigur á skoska stórliðinu Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Haukur Heiðar var tekinn af velli á 78. mínútu en hann fékk að líta gula spjaldið fimm mínútum áður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×