AGS metur mögulegar endurheimtur ríkisins vegna hrunsins meiri en áður var talið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2016 15:27 Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsástandið hér á landi er lagt mat á mögulegar endurheimtur ríkissjóðs á beinum kostnaði vegna bankahrunsins sem hér varð árið 2008. Er það mat AGS að ríkið gæti mögulega endurheimt það sem nemur 9 prósentum af landsframleiðslu en það er mun meiri ábati en þeir Dr. Hersir Sigurgeirsson og Ásgeir Jónsson mátu mögulegan í skýrslu sem þeir unnu fyrir fjármála-og efnahagsráðuneytið, en á meðal þess sem ekki er tekið tillit til í skýrslu AGS er endurreisn sparisjóðskerfisins og fjármagnskostnaður sem ríkið bar af endurreisn bankanna. Í skýrslu Hersis og Ásgeirs voru mögulegar endurheimtur metnar 2,6 prósent af landsframleiðslu, eða sem samsvarar 55 til 76 milljarða króna. Hafa ber þó í huga að aðeins er um að ræða endurheimtur af beinum útlögðum kostnaði ríkisins en margvíslegur annar kostnaður fylgdi bankahruninu sem dreifðist víða um hagkerfið og er ekki tekið tillit til hans. Hersir ræddi mögulegar endurheimtur ríkisins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sagði hann að þessi mögulegi ábati geti bæði hækkað og lækkað en það fari mest eftir því hvernig ríkinu gengur að selja Landsbankann og Íslandsbanka og hvað mun á endanum fást fyrir þá. Í samtali við Vísi tekur Ásgeir undir það en erfitt er að meta núna hversu mikið mun fást fyrir bankana. „Við erum að sjá til dæmis núna að bankar úti hafa lækkað síðustu vikur og mánuði. Bæði fór Brexit ekki vel með breska banka og líka ákveðið tal um eiginfjárvandræði evrópskra bankavandræði. Mér finnst mjög líklegt að íslensku bankarnir myndu fara á verði sem er undir bókfærðu virði eigin fjár miðað við stöðuna í dag og það yrði þá minni ábati,“ segir Ásgeir en bendir á að á móti komi að bankarnir séu með mikið eigið fé sem ríkið gæti einfaldlega tekið út sem arð ef því hugnaðist sem svo. Á móti komi að þegar ákveðið var að láta bankana hér fara í þrot voru komnar forsendur fyrir því að afskrifa mikið af skuldum. Þannig hafi mikið af skuldum fyrirtækja hér á landi verið afskrifaðar og kröfuhafar bankanna féllust á það, en þær aðgerðir voru langt utan þess svigrúms sem venjulegir hluthafar hafa til að afskrifa skuldir. Þá nefnir Ásgeir einnig ýmsar aðgerðir sem ráðist var í fyrir skuldsett heimili. Þannig hafi mikill ábati fylgt þeirri fjárhagslegu endurskipulagningu sem farið var í eftir hrun sem ekki hefði verið hægt að ráðast í ef bankarnir hefðu ekki fallið. „Svo má líka nefna það að ég held að íslensk fyrirtæki hafi ekki verið svona vel fjármögnuð svo árum skiptir. Til dæmis er ég viss um það að ástæðan fyrir því að laun hafa getað hækkað svona mikið með lágri verðbólgu er að við erum með fyrirtæki sem eru fjármögnuð á allt annan hátt og eru minna skuldsett en áður.“ Brexit Tengdar fréttir Gróði ríkisins gæti orðið 160 milljarðar Ríkið hagnaðist um 76 milljarða króna á falli bankanna. Verði þátttaka mikil í gjaldeyrisútboði í þessum mánuði vænkast hagur ríkisins enn meira. Hagnaðurinn gæti orðið 160 milljarðar. 3. júní 2016 07:00 Endurheimtur ríkisins vegna bankahrunsins 76 milljarðar umfram kostnað Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson lögðu mat á kostnað ríkissjóðs af bankahruninu. 2. júní 2016 15:14 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsástandið hér á landi er lagt mat á mögulegar endurheimtur ríkissjóðs á beinum kostnaði vegna bankahrunsins sem hér varð árið 2008. Er það mat AGS að ríkið gæti mögulega endurheimt það sem nemur 9 prósentum af landsframleiðslu en það er mun meiri ábati en þeir Dr. Hersir Sigurgeirsson og Ásgeir Jónsson mátu mögulegan í skýrslu sem þeir unnu fyrir fjármála-og efnahagsráðuneytið, en á meðal þess sem ekki er tekið tillit til í skýrslu AGS er endurreisn sparisjóðskerfisins og fjármagnskostnaður sem ríkið bar af endurreisn bankanna. Í skýrslu Hersis og Ásgeirs voru mögulegar endurheimtur metnar 2,6 prósent af landsframleiðslu, eða sem samsvarar 55 til 76 milljarða króna. Hafa ber þó í huga að aðeins er um að ræða endurheimtur af beinum útlögðum kostnaði ríkisins en margvíslegur annar kostnaður fylgdi bankahruninu sem dreifðist víða um hagkerfið og er ekki tekið tillit til hans. Hersir ræddi mögulegar endurheimtur ríkisins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sagði hann að þessi mögulegi ábati geti bæði hækkað og lækkað en það fari mest eftir því hvernig ríkinu gengur að selja Landsbankann og Íslandsbanka og hvað mun á endanum fást fyrir þá. Í samtali við Vísi tekur Ásgeir undir það en erfitt er að meta núna hversu mikið mun fást fyrir bankana. „Við erum að sjá til dæmis núna að bankar úti hafa lækkað síðustu vikur og mánuði. Bæði fór Brexit ekki vel með breska banka og líka ákveðið tal um eiginfjárvandræði evrópskra bankavandræði. Mér finnst mjög líklegt að íslensku bankarnir myndu fara á verði sem er undir bókfærðu virði eigin fjár miðað við stöðuna í dag og það yrði þá minni ábati,“ segir Ásgeir en bendir á að á móti komi að bankarnir séu með mikið eigið fé sem ríkið gæti einfaldlega tekið út sem arð ef því hugnaðist sem svo. Á móti komi að þegar ákveðið var að láta bankana hér fara í þrot voru komnar forsendur fyrir því að afskrifa mikið af skuldum. Þannig hafi mikið af skuldum fyrirtækja hér á landi verið afskrifaðar og kröfuhafar bankanna féllust á það, en þær aðgerðir voru langt utan þess svigrúms sem venjulegir hluthafar hafa til að afskrifa skuldir. Þá nefnir Ásgeir einnig ýmsar aðgerðir sem ráðist var í fyrir skuldsett heimili. Þannig hafi mikill ábati fylgt þeirri fjárhagslegu endurskipulagningu sem farið var í eftir hrun sem ekki hefði verið hægt að ráðast í ef bankarnir hefðu ekki fallið. „Svo má líka nefna það að ég held að íslensk fyrirtæki hafi ekki verið svona vel fjármögnuð svo árum skiptir. Til dæmis er ég viss um það að ástæðan fyrir því að laun hafa getað hækkað svona mikið með lágri verðbólgu er að við erum með fyrirtæki sem eru fjármögnuð á allt annan hátt og eru minna skuldsett en áður.“
Brexit Tengdar fréttir Gróði ríkisins gæti orðið 160 milljarðar Ríkið hagnaðist um 76 milljarða króna á falli bankanna. Verði þátttaka mikil í gjaldeyrisútboði í þessum mánuði vænkast hagur ríkisins enn meira. Hagnaðurinn gæti orðið 160 milljarðar. 3. júní 2016 07:00 Endurheimtur ríkisins vegna bankahrunsins 76 milljarðar umfram kostnað Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson lögðu mat á kostnað ríkissjóðs af bankahruninu. 2. júní 2016 15:14 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Gróði ríkisins gæti orðið 160 milljarðar Ríkið hagnaðist um 76 milljarða króna á falli bankanna. Verði þátttaka mikil í gjaldeyrisútboði í þessum mánuði vænkast hagur ríkisins enn meira. Hagnaðurinn gæti orðið 160 milljarðar. 3. júní 2016 07:00
Endurheimtur ríkisins vegna bankahrunsins 76 milljarðar umfram kostnað Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson lögðu mat á kostnað ríkissjóðs af bankahruninu. 2. júní 2016 15:14
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent