Ekki þörf á nýjum stórvirkjunum vegna sæstrengs Sæunn Gísladóttir skrifar 13. júlí 2016 17:08 Orkuþörf sæstrengs frá Íslandi til Bretlands verður að miklu leyti uppfyllt úr bættri nýtingu á núverandi kerfum. Gert er ráð fyrir að einungis komi 250 megawött úr hefðbundnum virkjanakostum, ígildi innan við helmings Kárahnjúkavirkjunar. Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hann segir útilokað að meta það hvenær sæstrengur geti orðið að veruleika. „Ég er mjög ánægður með skýrsluna um þjóðahagslegu áhrifin á Íslandi og Bretlandi, það er áhugavert að skýr áhugi Breta komi fram. Bretar staðfesta að það komi til greina að nýta styrkjakerfi sem öll orkuver sem byggð eru í Bretlandi njóta," segir Hörður. Hann segir þó mörgum spurningum enn ósvarað.Sjá einnig: Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Hörður segir að orkuþörfin fyrir sæstreng komi að mjög miklu leyti út úr nýjum smærri kostum eins og litlum vatnsaflsvirkjunum, vindorku og lághita/jarðhita sem ekki er verið að nýta í dag. „Þetta er ekki fyrst og fremst stór virkjunarframkvæmd." Hörður ítrekar að mikilvægt sé að blanda ekki umræðunni um sæstreng saman með hvað Landsvirkjun ákveður að virkja. „Sæstrengur mun ekki breyta því hvernig við flokkum okkar virkjanakosti. Skýrslan styður að þetta geti rúmast innan þeirra áforma sem virðist ágæt sátt um á Íslandi." Hörður telur að til skemmri tíma litið muni ákvörðun Breta að ganga úr Evrópusambandinu hafa einhver áhrif á áframhaldandi viðræður. „Það er hins vegar mikilvægt að hafa það í huga að þessi fjárhagslegi stuðningur sem Bretar eru að veita uppbyggingu orkuvera í Bretlandi er ekki tengdur ESB. Breskt efnahagslíf er í mikilli þörf fyrir nýja raforkuvinnslu, ég hef því ekki trú á að þetta breyti miklu til lengri tíma litið," segir Hörður Arnarson Tengdar fréttir Engin ákvörðun um sæstreng tekin á kjörtímabilinu Sæstrengur milli Íslands og Bretlands gæti haft 1,2 til 1,6 prósent jákvæð áhrif á landsframleiðslu og dregið verulega úr losun Breta á gróðurhúsalofttegundum. 13. júlí 2016 09:00 Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Það borgar sig ekki fyrir Íslendinga að leggja raforkusæstreng til Bretlands, nema til komi fjárhagslegur stuðningur frá Bretum til verkefnisins. Þá þyrfti að virkja sem nemur tveimur Kárahnjúkavirkjunum. Sæstrengur til Bretlands virðist því ekki í kortunum. 12. júlí 2016 18:51 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Orkuþörf sæstrengs frá Íslandi til Bretlands verður að miklu leyti uppfyllt úr bættri nýtingu á núverandi kerfum. Gert er ráð fyrir að einungis komi 250 megawött úr hefðbundnum virkjanakostum, ígildi innan við helmings Kárahnjúkavirkjunar. Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hann segir útilokað að meta það hvenær sæstrengur geti orðið að veruleika. „Ég er mjög ánægður með skýrsluna um þjóðahagslegu áhrifin á Íslandi og Bretlandi, það er áhugavert að skýr áhugi Breta komi fram. Bretar staðfesta að það komi til greina að nýta styrkjakerfi sem öll orkuver sem byggð eru í Bretlandi njóta," segir Hörður. Hann segir þó mörgum spurningum enn ósvarað.Sjá einnig: Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Hörður segir að orkuþörfin fyrir sæstreng komi að mjög miklu leyti út úr nýjum smærri kostum eins og litlum vatnsaflsvirkjunum, vindorku og lághita/jarðhita sem ekki er verið að nýta í dag. „Þetta er ekki fyrst og fremst stór virkjunarframkvæmd." Hörður ítrekar að mikilvægt sé að blanda ekki umræðunni um sæstreng saman með hvað Landsvirkjun ákveður að virkja. „Sæstrengur mun ekki breyta því hvernig við flokkum okkar virkjanakosti. Skýrslan styður að þetta geti rúmast innan þeirra áforma sem virðist ágæt sátt um á Íslandi." Hörður telur að til skemmri tíma litið muni ákvörðun Breta að ganga úr Evrópusambandinu hafa einhver áhrif á áframhaldandi viðræður. „Það er hins vegar mikilvægt að hafa það í huga að þessi fjárhagslegi stuðningur sem Bretar eru að veita uppbyggingu orkuvera í Bretlandi er ekki tengdur ESB. Breskt efnahagslíf er í mikilli þörf fyrir nýja raforkuvinnslu, ég hef því ekki trú á að þetta breyti miklu til lengri tíma litið," segir Hörður Arnarson
Tengdar fréttir Engin ákvörðun um sæstreng tekin á kjörtímabilinu Sæstrengur milli Íslands og Bretlands gæti haft 1,2 til 1,6 prósent jákvæð áhrif á landsframleiðslu og dregið verulega úr losun Breta á gróðurhúsalofttegundum. 13. júlí 2016 09:00 Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Það borgar sig ekki fyrir Íslendinga að leggja raforkusæstreng til Bretlands, nema til komi fjárhagslegur stuðningur frá Bretum til verkefnisins. Þá þyrfti að virkja sem nemur tveimur Kárahnjúkavirkjunum. Sæstrengur til Bretlands virðist því ekki í kortunum. 12. júlí 2016 18:51 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Engin ákvörðun um sæstreng tekin á kjörtímabilinu Sæstrengur milli Íslands og Bretlands gæti haft 1,2 til 1,6 prósent jákvæð áhrif á landsframleiðslu og dregið verulega úr losun Breta á gróðurhúsalofttegundum. 13. júlí 2016 09:00
Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Það borgar sig ekki fyrir Íslendinga að leggja raforkusæstreng til Bretlands, nema til komi fjárhagslegur stuðningur frá Bretum til verkefnisins. Þá þyrfti að virkja sem nemur tveimur Kárahnjúkavirkjunum. Sæstrengur til Bretlands virðist því ekki í kortunum. 12. júlí 2016 18:51