Cristiano Ronaldo var borinn af velli í úrslitaleik EM í knattspyrnu sem nú fer fram í París í Frakklandi, en þar mætast Portúgal og gestgjafarnir í Frakklandi.
Á 25. mínútu þurfti Ronaldo að biðja um skiptingu vegna meiðsla, en Dimitri Payet hafði brotið á honum stuttu áður.
Sá portúgalski reyndi allt hvað han gat til að halda áfram, en eftir að hann kom inná í annað skiptið eftir að hafa fengið að aðhlynningu bað hann um skiptingu.
Ricardo Quaresma kom inn í hans stað, en hægt er að fylgast með beinni lýsingu frá leiknum hér.
Ronaldo borinn grátandi af velli í París

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn
