Óvissir farþegar WOW kvarta undan skorti á upplýsingaflæði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. júlí 2016 23:39 Úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. vísir/pjetur Farþegar WOW, bæði á leið til og frá Dublin, kvarta undan skorti á upplýsingaflæði frá flugfélaginu. Flugi félagsins til Írlands, sem fara átti í morgun, hefur verið seinkað en áætlað er að það fari í loftið á morgun, 28 tímum eftir upphaflegan tíma. Farþegi, sem staddur er í Dublin og hafði samband við fréttastofu, veit ekki betur en að áætluð brottför þaðan sé klukkan þrjú í nótt. „Síðasta SMS sem við fengum segir að vélin fari í nótt og við höfum engar upplýsingar um annað.“ Hún segir að hún hafi lesið um aukna seinkun á fréttamiðlum og viti nú ekki hvort hún eigi að vakna í nótt eður ei.Uppfært 23.57 Fluginu frá Dublin hefur verið seinkað á nýjan leik. Nú er stefnt að því að brottför frá Írlandi sé annað kvöld. „Við komum niður í hótelanddyri á leiðinni út á flugvöll og þar tjáði starfsmaður hótelsins okkur að honum hefði verið sagt að við værum ekki að fara í loftið núna. Áætluð brottför er því klukkan sjö annað kvöld,“ segir farþegi í samtali við Vísi. Annar farþegi, sem staddur er á Íslandi, segir atburðarásina hafa verið með ólíkindum. Sá er staddur með erlendum farþegum vélarinnar á hóteli í Keflavík.Tvö SMS og eitt A4 blað „Öll upplýsingagjöfin í dag hefur verið tvö SMS,“ segir hann. Farþegar hafi sest upp í vél og beðið þar í fjörutíu mínútur. Síðan hafi þeim verið boðið að bíða í flugstöðinni og sagt að staðan yrði tekin á klukkutíma fresti. „Um klukkan ellefu er okkur tjáð að við getum farið og sótt farangurinn okkar en á sama tíma er tilkynnt í kallkerfinu að áætluð brottför sé klukkan ellefu. Það þótti viðstöddum nokkuð misvísandi.“ Farþeginn segir að hann hafi leitað uppi starfsmann Isavia og spurt hann hvað þau ættu að gera, hvort töskurnar væru á leiðinni eður ei. „Hún hringdi símtal og ræddi við einhvern. Á meðan stóð ég hjá henni. Síðan gerist það að upp í kallkerfinu er lesið að farangurinn okkar sé á leiðinni á færibandi númer eitt. Á nákvæmlega sama andartaki lýkur símtali hennar og hún segir mér að töskurnar komi ekki,“ segir farþeginn. Í kjölfarið fór hluti farþega á hótel en aðrir til síns heima. Farþeginn, sem Vísir ræddi við, hafðist við á hótelinu. „Það eina sem við höfum fengið nú að vita er að áætluð brottför sé klukkan 23. Hér í anddyrið höfðu hótelstarfsmenn að vísu hengt upp A4-blað þar sem stóð að rúta kæmi til að sækja farþega klukkan hálfníu,“ segir hann. „Það er náttúrulega óásættanlegt að það sé ekki gert með SMS-i eða tölvupósti.“Misvísandi upplýsingar Reikistefna hafi verið á hótelinu í kjölfarið. Fólk hafi æst sig við starfsmenn og margir kröfðust þess að fá að fara til Keflavíkur til að sækja farangur sinn. Meðal annars hafi þar verið um að ræða aldraðan farþega sem vantaði nauðsynleg lyf og hafði ekki haft aðgang að þeim allan dag. „Það var með krókaleiðum, gegnum kunningja minn, sem ég fékk að vita að við gætum sótt farangurinn. Ekkert kom frá flugfélaginu.“ Á meðan þessi frétt var rituð breyttist tímasetningin á fluginu til Dublin á nýjan leik en áætluð brottför er klukkan fjögur í nótt. Flugið frá Dublin er enn áætlað klukkan þrjú í nótt að írskum tíma en á heimasíðu Keflavíkurflugvallar er áætluð koma klukkan þrjú í nótt. Frá WOW fengust þær upplýsingar að fólk ætti að fylgjast með símanúmerum og netföngum sem skráð voru við pöntun á fluginu. Þangað myndu allar upplýsingar berast. Fréttir af flugi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Farþegar WOW, bæði á leið til og frá Dublin, kvarta undan skorti á upplýsingaflæði frá flugfélaginu. Flugi félagsins til Írlands, sem fara átti í morgun, hefur verið seinkað en áætlað er að það fari í loftið á morgun, 28 tímum eftir upphaflegan tíma. Farþegi, sem staddur er í Dublin og hafði samband við fréttastofu, veit ekki betur en að áætluð brottför þaðan sé klukkan þrjú í nótt. „Síðasta SMS sem við fengum segir að vélin fari í nótt og við höfum engar upplýsingar um annað.“ Hún segir að hún hafi lesið um aukna seinkun á fréttamiðlum og viti nú ekki hvort hún eigi að vakna í nótt eður ei.Uppfært 23.57 Fluginu frá Dublin hefur verið seinkað á nýjan leik. Nú er stefnt að því að brottför frá Írlandi sé annað kvöld. „Við komum niður í hótelanddyri á leiðinni út á flugvöll og þar tjáði starfsmaður hótelsins okkur að honum hefði verið sagt að við værum ekki að fara í loftið núna. Áætluð brottför er því klukkan sjö annað kvöld,“ segir farþegi í samtali við Vísi. Annar farþegi, sem staddur er á Íslandi, segir atburðarásina hafa verið með ólíkindum. Sá er staddur með erlendum farþegum vélarinnar á hóteli í Keflavík.Tvö SMS og eitt A4 blað „Öll upplýsingagjöfin í dag hefur verið tvö SMS,“ segir hann. Farþegar hafi sest upp í vél og beðið þar í fjörutíu mínútur. Síðan hafi þeim verið boðið að bíða í flugstöðinni og sagt að staðan yrði tekin á klukkutíma fresti. „Um klukkan ellefu er okkur tjáð að við getum farið og sótt farangurinn okkar en á sama tíma er tilkynnt í kallkerfinu að áætluð brottför sé klukkan ellefu. Það þótti viðstöddum nokkuð misvísandi.“ Farþeginn segir að hann hafi leitað uppi starfsmann Isavia og spurt hann hvað þau ættu að gera, hvort töskurnar væru á leiðinni eður ei. „Hún hringdi símtal og ræddi við einhvern. Á meðan stóð ég hjá henni. Síðan gerist það að upp í kallkerfinu er lesið að farangurinn okkar sé á leiðinni á færibandi númer eitt. Á nákvæmlega sama andartaki lýkur símtali hennar og hún segir mér að töskurnar komi ekki,“ segir farþeginn. Í kjölfarið fór hluti farþega á hótel en aðrir til síns heima. Farþeginn, sem Vísir ræddi við, hafðist við á hótelinu. „Það eina sem við höfum fengið nú að vita er að áætluð brottför sé klukkan 23. Hér í anddyrið höfðu hótelstarfsmenn að vísu hengt upp A4-blað þar sem stóð að rúta kæmi til að sækja farþega klukkan hálfníu,“ segir hann. „Það er náttúrulega óásættanlegt að það sé ekki gert með SMS-i eða tölvupósti.“Misvísandi upplýsingar Reikistefna hafi verið á hótelinu í kjölfarið. Fólk hafi æst sig við starfsmenn og margir kröfðust þess að fá að fara til Keflavíkur til að sækja farangur sinn. Meðal annars hafi þar verið um að ræða aldraðan farþega sem vantaði nauðsynleg lyf og hafði ekki haft aðgang að þeim allan dag. „Það var með krókaleiðum, gegnum kunningja minn, sem ég fékk að vita að við gætum sótt farangurinn. Ekkert kom frá flugfélaginu.“ Á meðan þessi frétt var rituð breyttist tímasetningin á fluginu til Dublin á nýjan leik en áætluð brottför er klukkan fjögur í nótt. Flugið frá Dublin er enn áætlað klukkan þrjú í nótt að írskum tíma en á heimasíðu Keflavíkurflugvallar er áætluð koma klukkan þrjú í nótt. Frá WOW fengust þær upplýsingar að fólk ætti að fylgjast með símanúmerum og netföngum sem skráð voru við pöntun á fluginu. Þangað myndu allar upplýsingar berast.
Fréttir af flugi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði